Fara í efni
Umræðan

Öskur, niðurlæging, baktal og ósannindi

Hilda Jana Gísladóttir, önnur frá hægri, á fundi bæjarstjórnar í gær. Hin eru nýliðar í bæjarstjórn, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, segist spennta fyrir því að vera í minnihluta á kjörtímabilinu, þótt það kunni að hljóma undarlega. Hilda segir það erfiðara en hún átti von á að upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi, eins og hún orðar það í pistli á Facebook fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar í gær.

„Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýs kjörtímabils er í dag, svekkelsið eftir kosningarnar er að renna af mér og svei mér þá ef ég er ekki bara nokkuð spennt fyrir því að vera í minnihluta,“ skrifar Hilda Jana. „Það hljómar líklega mjög undarlega því auðvitað hefði ég miklu frekar kosið að hafa fengið betri kosningu og vera í meirihluta. Hins vegar þegar að annar veruleiki blasir við en sá sem ég óskaði mér, þá er það mér eðlislægt að horfa á björtu hliðarnar, því það er einfaldlega svo miklu skemmtilegra. Ég t.d hlakka mjög mikið til þess að þurfa ekki lengur að semja um mál innan meirihluta, heldur geta haft mína skoðun og komið henni á framfæri án þess að vera nokkrum öðrum háð.“

Hilda Jana segir að þegar hún byrjaði í stjórnmálum hafi hún lofað sjálfri sér því að eiga aðeins einn dómara „og það væri mín eigin spegilmynd. Það verður þó að viðurkennast að það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram,“ skrifar hún.

Hilda Jana sagði Akureyri.net í gærkvöldi að þarna vísaði hún bæði til atvika innan bæjarstjórnar og utan á nýliðnu kjörtímabilinu. Tók þó fram að það neikvæða ætti við um mun færra fólk en það sem er hvetjandi.

„Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend. Ég hef lagt mig alla fram, náð fram mörgum góðum málum, verið heiðarleg og málefnaleg, sýnt mannvirðingu og kærleika í öllum mínum störfum og alltaf munað að ég er fyrst og fremst þjónn bæjarbúa. Þannig mun ég halda áfram að starfa og hlakka til að vinna vel fyrir bæinn minn næstu fjögur árin,“ skrifar Hilda Jana.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00