Er þjóðernishyggja hættuleg?
18. nóvember 2025 | kl. 15:00
Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, Bæjarlista Akureyrar, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn þegar yfirstandandi kjörtímabili lýkur í vor. Þetta segir hún í svari við fyrirspurn akureyri.net.
Halla Björk, sem er forseti bæjarstjórnar, settist fyrst í bæjarstjórn árið 2010 þegar L-listinn vann stórsigur í kosningunum og hlaut 6 af 11 bæjarfulltrúum. Hún var ekki í framboði við næstu kosningar 2014 en skipaði efsta sæti listans fyrir kosningarnar 2018. Hún skipaði síðan 3. sæti L-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 en eftir að tveir fulltrúar listans hættu í bæjarstjórn á kjörtímabilinu varð hún oddviti hans.
Svar Höllu Bjarkar í heild:
Kosið verður til sveitarstjórna 16. maí í vor.