Fara í efni
Umræðan

Halla Björk hættir í bæjarstjórn í vor

Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, Bæjarlista Akureyrar, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn þegar yfirstandandi kjörtímabili lýkur í vor. Þetta segir hún í svari við fyrirspurn akureyri.net.

Halla Björk, sem er forseti bæjarstjórnar, settist fyrst í bæjarstjórn árið 2010 þegar L-listinn vann stórsigur í kosningunum og hlaut 6 af 11 bæjarfulltrúum. Hún var ekki í framboði við næstu kosningar 2014 en skipaði efsta sæti listans fyrir kosningarnar 2018. Hún skipaði síðan 3. sæti L-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 en eftir að tveir fulltrúar listans hættu í bæjarstjórn á kjörtímabilinu varð hún oddviti hans.

Svar Höllu Bjarkar í heild:

Ég mun ekki gefa kost á mér til þess að leiða L-listann í sveitarstjórnarkosningum 2026. Ég hef setið sem bæjarfulltrúi fyrir L-listann nú í tæp tólf ár. Þetta hefur verið skemmtilegur tími, þar sem ég hef fengið að koma að mörgum mikilvægum verkefnum, en nú hlakka ég til þess að eiga meiri frítíma með mínum nánustu.
 

Kosið verður til sveitarstjórna 16. maí í vor.

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30