Fara í efni
Umræðan

Jana Salóme vill leiða lista VG aftur í vor

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í hyggju að leiða lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Hún tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni í morgun.
 
Tilkynning Jönu Salóme er þannig í heild:
 
Nú þegar innan við hálft ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar, hef ég fengið þá spurningu nokkuð oft undanfarið hvort Vinstri græn ætli að bjóða fram í Akureyrarbæ og þá hvort ég hafi í hyggju að halda áfram að leiða listann. Svörin við þessu eru einföld, já og já.
 
Vinstrihreyfingin grænt framboð er enn lifandi stjórnmálaafl þó það hafi dottið af þingi. Í dag eigum við sveitarstjórnarfulltrúa víðsvegar um landið og á flestum stöðum ætlum við okkur að halda þeim og bjóða fram í svipaðri mynd og áður til að stuðla að auknum jöfnuði, náttúruvernd og kvenfrelsi.
 
Við merkjum hægrisveiflu í samfélaginu, viðhorf til jafnréttis fer versnandi og umhverfis- og náttúruvernd er ekki í tísku. Þess vegna tel ég VG enn vera nauðsynlegt stjórnmálaafl á landsvísu og þess vegna vil ég leiða lista VG á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nærþjónustan skiptir okkur öll máli og við þurfum að nota okkar sameiginlegu sjóði í að auka jöfnuð í samfélaginu og tryggja góða þjónustu.
 
Leyfum náttúrunni að njóta vafans - vinstra vor 2026!


Kosið verður til sveitarstjórna 16. maí í vor.

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30