Opinn hádegisfundur um nýbyggingu við SAk
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) efna til opins hádegisfundar um nýbyggingu sjúkrahússins, sem verður algjör bylting fyrir heilbrigðisþjónustu á starfssvæði þess, eins og segir í tilkynningu frá SAk. Fundurinn fer fram í Hofi miðvikudaginn 19. nóvember, og stendur frá kl. 12 til kl. 13. Að auki verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.
Fram kemur að til fundarins sé meðal annars efnt vegna þess að við undirbúning nýbyggingarinnar vilji fulltrúar SAk gjarnan eiga í opnu samtali við samfélagið, svara spurningum og hlusta á ábendingar. Eins og áður segir stendur fundurinn í eina klukkustund og verður því stuttur og snarpur.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk, opnar fundinn
- Gunnar Líndal Sigurðsson, verkefnastjóri á sviði rekstrar og klínískrar stoðþjónustu, fer yfir stöðu verkefnisins, undanfara og áætlanir
- Vænt áhrif nýbyggingar á starfsemi, sjúklinga og starfsfólk:
- Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar, og Bryndís María Davíðsdóttir, deildarstjóri skurðlækningadeildar
- Gestur Guðrúnarson, deildarstjóri dag- og göngudeildar geðsviðs, og Ragnheiður Reykjalín Magnúsdóttir, aðstoðardeildarstjóri dag- og göngudeildar geðsviðs
- Bernhard Hendrik Gerritsma, deildarstjóri legudeildar geðdeildar og Valborg Lúðvíksdóttir, aðstoðardeildarstjóri legudeildar geðdeildar
- Björn Gunnarsson, sérfræðingur á gæðadeild, fjallar um sjúkraflug
Að erindunum loknum gefst tækifæri til að spyrja spurninga. Fundarstjóri er Hilda Jana Gísladóttir, samskiptastjóri SAk. Hægt verður að kaupa súpu og brauð á staðnum.
Fasteignaskattsprósenta lækkar!
Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?
Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu
Græni dagurinn