Fara í efni
Umræðan

Óánægja með þjónustu við Grímseyinga

Bæjaryfirvöld á Akureyri eru óánægð með þjónustu Vegagerðarinnar við Grímseyinga. Ferjan Sæfari er enn í slipp og og flug hefur ekki verið með viðunandi hætti, að mati bæjarráðs.
 
Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar og Halldór Jörgensson forstöðumaður hjá stofnuninni mættu á fund bæjarráðs Akureyrar í morgun í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir stöðu mála varðandi samgöngur til og frá Grímsey.
 
Í fundargerð bæjarráðs segir:

Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með þjónustu Vegagerðarinnar við íbúa Grímseyjar. Ítrekaðar seinkanir hafa orðið á viðgerð Grímseyjarferjunnar Sæfara og skort hefur á viðvarandi flug meðan á henni stendur. Þetta þýðir mjög skerta þjónustu við eyjarskeggja og bitnar harkalega á ferðaþjónustunni í eyjunni sem reiðir sig algjörlega á sumarmánuðina í rekstri. Bæjarráð skorar á Vegagerðina að bæta upplýsingagjöf til farþega, bæði á íslensku og ensku, fjölga flugferðum og tryggja hagstæð flugfargjöld meðan á viðgerðum á ferjunni stendur.

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar hefði tekið þátt í fundinum en það var nafna hennar Kristinsdóttir.

Ofbeldi á aldrei rétt á sér

Kristín Snorradóttir skrifar
05. desember 2023 | kl. 21:00

Þú ert ekki leiðinlegt foreldri!

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. desember 2023 | kl. 19:00

Símafriður í grunnskólum – Eigum við að taka skrefið?

Heimir Örn Árnason og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
05. desember 2023 | kl. 11:15

Hvert er sveitarfélagið að stefna?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. desember 2023 | kl. 11:55

Fyrsti þjónustusamningur Akureyrarbæjar við Grófina geðrækt!

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
22. nóvember 2023 | kl. 15:45

Sammála en þó á móti

Jón Hjaltason skrifar
20. nóvember 2023 | kl. 17:40