Fara í efni
Umræðan

Ný slökkvistöð byggð við Súluveg?

Lóðin sem sótt hefur verið um fyrir slökkvistöð er græni bletturinn á mótum Miðhúsabrautar og Súluvegar, ofan við hús Mjólkursamsölunnar á myndinni. Myndir: Þorgeir Baldursson
Hugmyndir eru uppi um að byggja nýja slökkvistöð á horni Súluvegar og Miðhúsabrautar ofan við hús Mjólkursamsölunnar á Akureyri. Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því að fá úthlutað lóðum undir nýju slökkvistöðina. 
 
Sótt er um að fá úthlutað tveimur lóðum, Súluvegi 3 og 5, í einni sameiginlegri lóð. Annarri lóðinni hafði áður verið úthlutað til Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar í ágúst 2022, en framkvæmdir hafa ekki hafist og lóðin því fallin aftur til bæjarins. Starfsstöð Vegagerðarinnar er fyrir ofan lóðirnar sem sótt er um fyrir slökkvistöð.
 
Samkvæmt upplýsingum Akureyri.net úr bæjarkerfinu hefur ekki verið ákveðið hvort tvær slökkvistöðvar verði í bænum ef hús undir starfsemina verður að veruleika á umræddum stað eða hvort slökkviliðið flytur með allt sitt hafurtask af Eyrinni.
 
 
 

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30