Fara í efni
Umræðan

Minnismerkið norðan athafnasvæðis Nökkva

Minnismerkið um síðutogaraútgerð verður við strandstíginn við Drottningarbraut, skammt norðan athafnasvæðis Siglingaklúbbsins Nökkva. Mynd: akureyri.is.

Í gær var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Sjómannafélags Eyjafjarðar um staðsetningu minnismerkis um síðutogaraútgerð á Íslandi, sem verður sett upp austan við strandstíginn við Drottningarbraut. Minnismerkið er smíðað að frumkvæði áhugahóps um síðutogaraútgerð en verður í eigu Sjómannafélags Eyjafjarðar.

Minnismerkið verður á þessu svæði norðan athafnasvæðis siglingaklúbbsins Nökkva. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Síðastliðið sumar samþykkti skipulagsráð Akureyrarbæjar að minnismerkið yrði við strandstíginn og nú hefur verið samið um endanlega staðsetningu þess. Samkvæmt frétt á vefsíðu Akureyrarbæjar mun umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins sjá um jöfnun undirlags fyrir verkið og leggja til rafmagnstengingu. Sjómannafélag Eyjafjarðar ber hins vegar allan kostnað af uppsetningu og viðhaldið minnismerkisins.

Verkið er þriggja metra hátt og mun standa á hringlaga fleti sem er 7 metrar í þvermál. Mynd: akureyri.is

 
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, undirrituðu samninginn í gær. Mynd: akureyri.is

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00