Naustagata 13: Kynna nýja tillögu að skipulagi
Meirihluti skipulagsráðs samþykkti nýlega að kynna nýja tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Naustagötu 13 og jafnframt að kynnt verði drög að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins. Áfram eru áform um að byggja þar tvö hús, annað fimm hæða og hitt tveggja hæða með bílakjallara. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð en íbúðum á efri hæðum. Sú breyting var kynnt í október í fyrra og bárust engar athugasemdir við þá breytingu.
„Ekki nægilega vel útfærð“
Í aðdraganda þess að breytingin á aðalskipulagi var auglýst síðastliðið haust var nokkuð um það deilt í bæjarstjórn hvort bæjarstjórn væri að brjóta jafnræðisreglu með endurúthlutun til sama aðila og áður en með verulega breyttum skilmálum þar sem endurskilgreining reitsins fól í sér blandaða notkun verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar og verulega aukið byggingarmagn í samræmi við hugmyndir lóðarhafa, Kistu byggingarfélags ehf., um byggingu fimm hæða húss á vesturhluta lóðarinnar með íbúðum á efri hæðum.

Skjáskot úr greinargerð sem Kollgáta vann fyrir Kistu byggingarfélag ehf. Hér er horft til suðausturs.
Útlit og framsetning á byggingum í nýjustu tillögunni er nokkuð öðrvísi en unnið hefur verið með hingað til og Akureyri.net hefur fjallað um í fyrri fréttum um málið. Við afgreiðslu tillögunnar í skipulagsráði vék Halla Björk Reynisdóttir, formaður skipulagsráðs, af fundi vegna vanhæfis til að fjalla um málið vegna persónulegra tengsla við byggingarfyrirtækið.

Loftmynd sem sýnir skipulagsreitina á svæðinu og afstöðu til aðliggjandi íbúðabyggðar. Skjáskot af map.is/akureyri.
Afsakið – Kemst ekki á fundinn
Varaflugvallagjaldið og flugöryggi
Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna
Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?