Fara í efni
Umræðan

Metur lóðirnar vel byggingarhæfar

Oddur Sigurðsson, jarðtækniverkfræðingur, telur lóðir við Tónatröð á Akureyri vel byggingarhæfar. Hann skoðaði svæðið að beiðni SS Byggis ehf, vegna vinnu við gerð breytingar á aðalskipulagi fyrir svæðið við Spítalaveg og Tónatröð. SS Byggir hefur lagt fram hugmyndir um nokkur hús á umræddum lóðum.

„Það er mat undirritaðs að byggingarhæfi lóða sé með ágætum, grundunaraðstæður einfaldar þar sem grafa þarf ofan í þéttan jökulruðning og fylla með burðarhæfu og frostöruggu malarlagi eða að grundað er beint á klöpp. Hætta á skriðuföllum er engin og með tilkomu fyrirhugaðra mannvirkja verður vatnssöfnun neðan við svæðið enn minni en fyrr vegna tilkomu fráveitukerfa fyrirhugaðra bygginga,“ segir Oddur, jarðtækniverkfræðingur hjá GeoTek ehf., í minnisblaði til SS Byggis.

Bæjaryfirvöld fengu minnisblaðið afhent  og hefur það verið sent Veðurstofu Íslands til umsagnar. „Veðurstofan er sá óháði aðili sem sér um að meta hvort að framkvæmdir á þessu svæði geti orðið fyrir eða jafnvel haft neikvæð áhrif á ofanflóð og skriðuhættu,“ segir á vef bæjarins.

Hér má sjá hvar grafnar voru prufuholur.

„Skriðusár“ sem þarna sést er í gamalli malarnámu sem ekki hefur verið gengið nægilega vel frá, segir Oddur. Einfalt sé að lagfæra þetta.

Beltagrafa var notuð til að grafa prufuholurnar.

Minnisblað Odds Sigurðssonar

113 ábendingar bárust vegna Tónatraðar

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00

Meira um brjóst og rassa

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 14:14

Þegar að lífið fölnar í samanburði ...

Skúli Bragi Geirdal skrifar
09. maí 2023 | kl. 11:24

Megum við lifa mannsæmandi lífi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
08. maí 2023 | kl. 10:00