Fara í efni
Umræðan

Línumaðurinn Petrov á heimleið frá Þórsurum

Kostadin Petrov, línumaðurinn snjalli sem hefur verið frábær með Þórsliðinu í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Línumaðurinn Kostadin Petrov, sem hefur leikið gríðarlega vel með Þórsliðinu í handbolta í vetur, er á förum heim til Norður-Makedóníu af persónulegum ástæðum, að því er frem kemur á heimasíðu Þórs í dag.

Kokí, eins og hann er kallaður, lék með landsliði þjóðar sinnar á heimsmeistaramótinu sem enn stendur yfir í Svíþjóð og Póllandi.

„Fyrr í dag samþykkti handknattleiksdeild Þórs félagsskipti Kokí Petrov til HC Alkaloid í heimalandi sínu Norður-Makedoníu,“ segir í tilkynningu sem birtist á heimasíðu Þórs síðdegis.

„Kokí, eða Kostadin Petrov eins og hann heitir fullu nafni, var búinn að vera algjörlega frábær fyrir Þór í vetur og einnig er hann frábær persónuleiki. Kokí kveður lið Þórs vegna persónulegra ástæðna, en langveikur fjölskyldumeðlimur þarfnast nærveru hans meira en við í Þór akkúrat núna, við eigum þó eftir að koma til með sakna hans.“

Á Þórsvefnum segir: „Koki bað um góðar kveðjur til allra í Þór og kvaddi með orðunum: „You are my family!“ Handknattleiksdeild Þórs óskar Kokí velfarnaðar í framtíðinni.“

Króatíska skyttan Josip Vekic er einnig á förum frá Þór eins og Akureyri.net greindi frá í gær. Þór rifti samningi við leikmanninn sem ekki þótti standa undir væntingum.

„Það er ljóst að stórt skarð er hoggið í leikmannahópinn en fyrsti leikur liðsins í Grill 66 deildinni verður gegn toppliði HK eftir viku eða föstudaginn 3. febrúar kl. 19:30,“ segir á heimasíðu Þórs í dag.

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00