Fara í efni
Umræðan

KA/Þór sá ekki til sólar gegn Haukum

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Haukar völtuðu sannfærandi yfir KA/Þór þegar liðin mættust í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Hafnarfirði í gær. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir mánaðarhlé vegna HM. Lokatölur urðu 35:20 heimastúlkum í vil, eftir að þær höfðu gert út um leikinn strax í upphafi.

KA/Þór var reyndar 2:1 yfir snemma leiks en þá skoruðu Haukar 8 mörk í röð og gengu síðan áfram á lagið eftir það. Ekkert gekk upp hjá KA/Þór og Haukar skoruðu mörg auðveld mörk úr hröðum sóknum eftir að hafa unnið boltann í vörninni. Munurinn jókst jafnt og þétt og í leikhléi voru Haukar með 14 marka forskot, 24:10.

Leikurinn jafnaðist og róaðist eftir hlé og KA/Þór veitti heimaliðinu mun meiri mótspyrnu. Ekki tókst þeim þó að minnka muninn að einhverju ráði og í lokin munaði 15 mörkum á liðunum, 35:20.

Fyrirfram bjóst sennilega enginn við að leikurinn yrði svona ójafn, enda liðin á svipuðum stað í deildinni. KA/Þór var reyndar sæti ofar en Haukar fyrir leikinn. En Haukastelpurnar voru miklu grimmari,  markvarslan góð og KA/Þór gekk illa að stöðva þá þrjá leikmenn sem skoruðu bróðurpart marka Haukaliðsins.

Næsti leikur hjá KA/Þór er gegn Íslandsmeisturum Vals í KA-heimilinu næstkomandi fimmtudagskvöld og það er síðasti leikur liðsins á árinu.

Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 5 (2 víti), Tinna Valgerður Gísladóttir 5 (1 víti), Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4 (1 víti), Anna Petrovics 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Trude Blestrud Hakonsen 2.

Varin skot: Matea Lonac 6, Bernadett Leiner 2.

Mörk Hauka: Rakel Oddný Guðmundsdóttir 11, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 9 (2 víti), Sara Marie Odden 8, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.

Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12 (2 víti), Elísa Helga Sigurðardóttir 2 (1 víti).

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz

Staðan í deildinni

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00