Fara í efni
Umræðan

Lækka hámarkshraða úr 50 km/klst í 30 km

Horft norður eftir Túngötu í átt að Gránufélagsgötu. Vínbúðin í fjarska stendur við Hólabraut. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hámarkshraði verður lækkaður úr 50 km í 30 km á nokkrum götum í miðbæ Akureyrar innan tíðar. Skipulagsráð ákvað þetta í vikunni.

Um er að ræða Hólabraut, Laxagötu, Smáragötu, Geislagötu, Bankastíg og Túngötu milli Gránufélagsgötu og Bankastígs. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar er miðað við að hámarkshraði sé 30 km/klst en hann hefur þó verið 50 km/klst.

„Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraða í umræddum götum verði breytt til samræmis við gildandi deiliskipulag og leggur áherslu á að settar verði upp viðeigandi merkingar,“ segir í fundargerð ráðsins í vikunni.

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53