Fara í efni
Umræðan

Lækka hámarkshraða úr 50 km/klst í 30 km

Horft norður eftir Túngötu í átt að Gránufélagsgötu. Vínbúðin í fjarska stendur við Hólabraut. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hámarkshraði verður lækkaður úr 50 km í 30 km á nokkrum götum í miðbæ Akureyrar innan tíðar. Skipulagsráð ákvað þetta í vikunni.

Um er að ræða Hólabraut, Laxagötu, Smáragötu, Geislagötu, Bankastíg og Túngötu milli Gránufélagsgötu og Bankastígs. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar er miðað við að hámarkshraði sé 30 km/klst en hann hefur þó verið 50 km/klst.

„Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraða í umræddum götum verði breytt til samræmis við gildandi deiliskipulag og leggur áherslu á að settar verði upp viðeigandi merkingar,“ segir í fundargerð ráðsins í vikunni.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10