Fara í efni
Umræðan

Hvernig verður Akureyri árið 2030?

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Skipulagsmál eru Akureyringum mörgum einkar hugleikin, að minnsta kosti ef ályktað er af umræðum og athugasemdum við fréttir um skipulagsmál þegar þeim er deilt á samfélagsmiðla. Skoðanir eru skiptar um ágæti stefnu sem og ákvarðana skipulagsyfirvalda bæjarins um einstök mál, svæði og byggingar.

Fimmtudaginn 31. október gefst jafnt þeim sem starfa í geirum tengdum skipulagsmálum og almenningi kostur á að kynna sér skipulagsmál á Akureyri, hvað er á döfinni í skipulagi bæjarins og hvert er stefnt við uppbyggingu. Og segja sína skoðun líka, því að lokinni kynningu verða umræður um framtíð Akureyrar í skipulagsmálum.

Hvernig verður Akureyri árið 2030? er yfirskrift tveggja kynningarfunda sem Akureyrarbær boðar til fimmtudaginn 31. október í Hofi. Þar verða haldnir tveir kynningarfundir. 

  • Kl. 15: Kynningarfundur fyrir fagaðila, byggingaverktaka, fasteignasala, mannvirkjahönnuði og aðra sem koma að uppbyggingu með einum eða öðrum hætti. Hér er skráning fyrir fagaðila.
  • Kl. 17: Opinn fundur fyrir íbúa og aðra sem hafa áhuga á skipulagi á Akureyri. Kynning á stöðu mála og því sem er framundan og umræður í kjölfarið. 

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00