Fara í efni
Umræðan

Húsnæði, fyrir okkur öll

Húsnæði, fyrir okkur öll

Við Akureyringar erum eins ólík og við erum mörg. Það er styrkur sveitarfélags að íbúasamsetning þess sé fjölbreytt og mismunandi. Akureyrarbær þarf því búa yfir fjölbreyttum og mismunandi möguleikum þegar kemur að framboði íbúðarhúsnæðis, fyrir okkur öll!

Samfylkingin mun gera það eitt af sínum fyrstu málum í nýrri bæjarstjórn að setja saman áætlun um húsnæðismál fyrir alla íbúa bæjarins. Í stefnunni verður tekið tillit til allra þeirra ólíku aðstæðna og þarfa sem við höfum. Með þessu viljum við marka stefnu sem miðar að því að allar ákvarðanir í skipulagsmálum hjá Akureyrarbæ taki fyrst og fremst mið af þessu. Fjölbreytt húsnæði, allar gerðir, þannig að við getum öll notið okkar.

Þörfum og aðstæðum einstaklinga og fjölskyldna þarf Akureyrarbær að mæta. Það er hlutverk bæjarins að skapa umgjörð um húsnæðismál svo að allir geti notið sín. Ungu hjónin sem vilja byggja sér hús eins og mamma þeirra og pabbi gerðu eiga að eiga kost á slíku. Amma og afi sem vilja selja raðhúsið og kaupa sér íbúð í viðhaldslausu fjölbýlishúsi með bílakjallara eiga að geta gengið að slíku vísu. Einstæða foreldrið sem þarf fyrst og fremst húsnæðisöryggi verðskuldar að leiguíbúð á vegum stöndugs leigufélags sé fáanleg. Þeir sem kjósa bíllausan lífsstíl þurfa að eiga kost á húsnæði miðsvæðis í nánd við verslun og þjónustu. Það sama má segja um framboð á félagslegu leiguhúsnæði, aldrei á að vera skortur á slíku fyrir þá sem þurfa. Svona áfram mætti lengi telja, þessi dæmi eru auðvitað langt því frá tæmandi.

Glöggt áhugafólk um fasteignamarkaðinn í bænum hefur vafalítið tekið eftir að lítið sem ekkert framboð er á sumum gerðum fasteigna. Með markvissri stefnu og yfirsýn er hægt að koma í veg fyrir að slík staða skapist. Þessu má svo auðveldlega kippa í liðinn, fyrir okkur öll.

Áfram Akureyri, fyrir okkur öll.

Sindri Kristjánsson skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitastjórnakosningarnar 14. maí næstkomandi.

Réttindi neytenda á tímum Covid

Brynhildur Pétursdóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 13:00

Jónas Hallgrímsson

Tryggvi Gíslason skrifar
16. nóvember 2020 | kl. 07:15

Jón Sveinsson - Nonni

Haraldur Þór Egilsson skrifar
17. nóvember 2020 | kl. 10:30

Matthías Jochumsson

Tryggvi Gíslason skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 17:09

Íslenska, nútími og lestur

Sverrir Páll skrifar
19. nóvember 2020 | kl. 10:10

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar
20. nóvember 2020 | kl. 10:00