Hugleiðið – er of geyst farið í þéttingu byggðar?
									„Ég biðst afsökunar á því að komast ekki á fundinn núna á fimmtudaginn. Þar hefði ég sannarlega viljað vera og heyra álit ykkar á skipulagsmálum. Ekki síst þeirri þéttingarstefnu sem bæjaryfirvöld hafa sett á oddinn nú um alllangt skeið.“
Þannig hefst grein Jóns Hjaltasonar, óháðs bæjarfulltrúa, sem birtist á akureyri.net í dag. Tilefnið er opinn kynningarfundur um skipulagsmál sem haldinn verður í Hofi á fimmtudaginn.
Í greininni nefnir Jón ýmsar framkvæmdir sem hann segir fyrirsjáanlegar í náinni framtíð og segir síðan: „Nú er það ykkar Akureyringar góðir að hugleiða hvort hér sé of geyst farið í þéttingu byggðar. Og ef til vill um leið farið á snið við það sem segir í Aðalskipulagi Akureyrar um að „nýbyggingar falli vel inn í þá götumynd/bæjarmynd sem fyrir er.““
Grein Jóns Hjaltasonar: Afsakað – Kemst ekki á fundinn
			
			
			
			Afsakið – Kemst ekki á fundinn
			
			Varaflugvallagjaldið og flugöryggi
			
			Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna
			
			Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?