Fara í efni
Umræðan

Heimila þriggja hæða byggingar við Miðholt

Með breytingu á aðalskipulagi mega byggingar við lóðir númer 1, 3, 5, 7 og 9 við Miðholt vera þriggja hæða auk kjallara. Mynd: Haraldur Ingólfsson

Akureyrarbær hefur auglýst fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 með breytingu á leyfilegri hæð húsa á lóðunum nr. 1, 3, 5, 7 og 9 við Miðholt. Breytingin felst í því að heimila þriggja hæða byggingar auk kjallara í stað tveggja hæða eins og gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Um er að ræða svæðið norðaustan verslunar Bónus við Langholt.

Gulu strikin afmarka svæðið sem um ræðir við Miðholt. Skjáskot úr skipulagslýsingu.

Um svæðið Norðan Hörgárbrautar segir í núgildandi skipulagi: „Smágerð íbúðarbyggð frá árunum 1950-1980 fyrir utan svæði syðst sem liggur að Undirhlíð en þar eru tvö 5 og 7 hæða fjölbýli sem byggð voru á árunum 2011-2017. Hverfið er að mestu fullbyggt en uppbygging heimil á óbyggðum svæðum við Miðholt og Stafholt. Þar geta hús verið einbýli, raðhús eða lítil fjölbýli að hámarki tvær hæðir til samræmis við yfirbragð aðliggjandi byggðar. Fjöldi íbúða geta verið um 40 talsins, allt eftir útfærslu og íbúðartegund.“

Frestur til að senda inn ábendingar er til 17. júlí.

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00