Fara í efni
Umræðan

Miðbærinn: Verður guli ramminn færður?

Guli myndaramminn er vinsæll til myndatöku meðal ferðamanna og einstaka þátttakandi í Súlur Vertical fjallahlaupinu skýst í gegnum rammann á leið í endmarkið sem er litlu sunnar í Hafnarstrætinu. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur sent erindi til skipulagsráðs Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir því að staðsetning gula rammans í Hafnarstræti verði endurskoðuð. Ráðið samþykkti að láta kanna málið en frestaði afgreiðslu þess að öðru leyti.

Hinn umræddi guli rammi er stór myndarammi, sem hefur verið vinsæll meðal ferðamanna til að ramma inn ljósmyndir í miðbænum. Ramminn hefur verið staðsettur við norðurenda göngugötunnar, steinsnar frá inngangi Hafnarstrætis 107 þar sem afgreiðsla sýslumannsembættisins er til húsa.

Eins og áður sagði frestaði skipulagsráð afgreiðslu málsins en fól Pétri Inga Haraldssyni skipulagsfulltrúa að að kanna, í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og þjónustu- og menningarsvið, hvort að finna megi rammanum hentugri stað.

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45