Fara í efni
Umræðan

Miðbærinn: Verður guli ramminn færður?

Guli myndaramminn er vinsæll til myndatöku meðal ferðamanna og einstaka þátttakandi í Súlur Vertical fjallahlaupinu skýst í gegnum rammann á leið í endmarkið sem er litlu sunnar í Hafnarstrætinu. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur sent erindi til skipulagsráðs Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir því að staðsetning gula rammans í Hafnarstræti verði endurskoðuð. Ráðið samþykkti að láta kanna málið en frestaði afgreiðslu þess að öðru leyti.

Hinn umræddi guli rammi er stór myndarammi, sem hefur verið vinsæll meðal ferðamanna til að ramma inn ljósmyndir í miðbænum. Ramminn hefur verið staðsettur við norðurenda göngugötunnar, steinsnar frá inngangi Hafnarstrætis 107 þar sem afgreiðsla sýslumannsembættisins er til húsa.

Eins og áður sagði frestaði skipulagsráð afgreiðslu málsins en fól Pétri Inga Haraldssyni skipulagsfulltrúa að að kanna, í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og þjónustu- og menningarsvið, hvort að finna megi rammanum hentugri stað.

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00