Fara í efni
Umræðan

Vegagerðin vill fella Lambhagaveg af skrá

Lambhagavegur liggur frá þéttbýlinu í Hrísey að Kríunesi, efst í vinstra horninu. Þar hefur fyrirtækið Landnámsegg verið með starfsemi sína. Mynd: Kortasjá Akureyrarbæjar.

Vegagerðin hefur tilkynnt Akureyrarbæ að fyrirhugað sé að fella Lambhagaveg í Hrísey af vegaskrá og hætti þar með að sinna viðhaldi hans. Umhverfis- og mannvirkjaráð tók erindið til umfjöllunar á fundi sínum nýlega og samþykkti að vísa því til bæjarráðs.

Lambhagavegur í Hrísey er ríflega eins kílómetra langur vegur, sem liggur frá þorpinu upp að Kríunesi. Vegurinn hefur verið hluti af vegaskrá Vegagerðarinnar sem héraðsvegur og ber Vegagerðin ábyrgð á rekstri og viðhaldi hans.

  • Samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar eru héraðsvegir þeir vegir sem liggja að býlum, atvinnustarfsemi, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis sem ákveðnir eru á staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð bendir á að Landnámsegg séu ennþá með starfsemi í Kríunesi og hafi öll tilskilin leyfi frá MAST. Ráðið ítrekar að Vegagerðin haldi veginum á vegaskrá og sinni bæði sumar-og vetrarviðhaldi. Raunar hafi vetrarviðhaldi á veginum ekki verið sinnt undanfarin ár og úr því þurfi Vegagerðin að bæta. 

Eins og áður segir vísaði ráðið málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00