Fara í efni
Umræðan

Heimabærinn minn

Akureyri er minn heimabær og ég vil helst hvergi annars staðar vera. Það er þó ekki sjálfgefið fyrir fólk á mínum aldri að geta sest hér að og unnið við það sem okkur dreymir um.

Á hverju ári flytur mikið af ungu fólki frá bænum til þess að sækja nám ýmist í höfuðborginni eða í útlöndum, m.a. ég sjálfur. Að loknu námi stöndum við mörg hver frammi fyrir því að vilja flytja heim til Akureyrar en atvinnutækifærin eru ekki nægilega mörg og því er mikil hætta á því, og mörg dæmi um, að ungir Akureyringar neyðist til þess að ílengjast fjarri heimabænum og sumir hverjir snúa jafnvel aldrei til baka. Við megum einfaldlega ekki við því að missa þetta fólk í burtu og mikilvægt er að grípa inn í með ákveðnari hætti en hingað til.

Auðvelt en mikilvægt skref

Það er auðvitað engin töfralausn í þessu frekar en öðrum málum, en við getum tekið stórt og mikilvægt skref í áttina að þessu marki með aðgerð sem er auðveld í framkvæmd: að lækka álögur á fólk og fyrirtæki og stuðla að ábyrgri fjármálastjórn. Svo einfalt er það.

Okkur unga fólkið munar um hverja krónu og ég vil geta treyst því að þeir fjármunir sem ég greiði í útsvar um hver mánaðarmót fari þó að minnsta kosti í eitthvað nytsamlegt og eitthvað sem trekkir að. Ekki brú yfir ekki neitt eða fokdýrt kaffihús sem bærinn rekur.

Fáum unga fólkið heim

Við verðum að geta treyst bæjarfulltrúunum okkar til þess að taka skynsamar ákvarðanir sem leiða til blómlegri bæjar. Ég treysti engum betur en tilvonandi bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri til þess að gera einmitt þetta og stuðla að traustri fjármálastjórn með því að lækka álögur á fólk og fyrirtæki sem fær unga fólkið okkar til baka í bæinn. Gerum því kleift að koma aftur og njóta þess að búa í sínum heimabæ, Akureyri okkar allra.

Þorsteinn Kristjánsson, stjórnmálafræðingur, skipar 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí nk.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30