Fara í efni
Umræðan

Háskóladagurinn á Akureyri á morgun

Frá Háskóladeeginum í Reykjavík um síðustu helgi þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, voru á meðal gesta. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, er annar frá hægri. Ljósmynd: Eygló Gísladóttir
Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri á morgun, föstudaginn 8. mars, frá klukkan 11.00 til 13.00, í Háskólanum á Akureyri.
 
Allir sjö háskólar landsins kynna þar námsframboð sitt en hátt í 400 námsleiðir eru í boði í grunn-, og framhaldsnámi. Dagurinn hefur verið haldinn í 40 ár og vex ár frá ári. Nýnæmi er að í ár er hann á fjórum stöðum, í Reykjavík, á Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði.
 
„Það má líkja Háskóladeginum við leikvöll tækifæranna þar sem öll ættu að geta fundið nám við sitt hæfi. Námsframboð háskólanna sjö er enda gríðarlega fjölbreytt og spennandi,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, sem er nýr verkefnastjóri Háskóladagsins. „Það getur því verið vandi að velja en starfsfólk skólanna og nemendur verða á staðnum ásamt námsráðgjöfum til að styðja við námsvalið,“ segir Erla.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00