Fara í efni
Umræðan

Háskóladagurinn á Akureyri á morgun

Frá Háskóladeeginum í Reykjavík um síðustu helgi þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, voru á meðal gesta. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, er annar frá hægri. Ljósmynd: Eygló Gísladóttir
Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri á morgun, föstudaginn 8. mars, frá klukkan 11.00 til 13.00, í Háskólanum á Akureyri.
 
Allir sjö háskólar landsins kynna þar námsframboð sitt en hátt í 400 námsleiðir eru í boði í grunn-, og framhaldsnámi. Dagurinn hefur verið haldinn í 40 ár og vex ár frá ári. Nýnæmi er að í ár er hann á fjórum stöðum, í Reykjavík, á Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði.
 
„Það má líkja Háskóladeginum við leikvöll tækifæranna þar sem öll ættu að geta fundið nám við sitt hæfi. Námsframboð háskólanna sjö er enda gríðarlega fjölbreytt og spennandi,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, sem er nýr verkefnastjóri Háskóladagsins. „Það getur því verið vandi að velja en starfsfólk skólanna og nemendur verða á staðnum ásamt námsráðgjöfum til að styðja við námsvalið,“ segir Erla.

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00