Fara í efni
Umræðan

Háskóladagurinn á Akureyri á morgun

Frá Háskóladeeginum í Reykjavík um síðustu helgi þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, voru á meðal gesta. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, er annar frá hægri. Ljósmynd: Eygló Gísladóttir
Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri á morgun, föstudaginn 8. mars, frá klukkan 11.00 til 13.00, í Háskólanum á Akureyri.
 
Allir sjö háskólar landsins kynna þar námsframboð sitt en hátt í 400 námsleiðir eru í boði í grunn-, og framhaldsnámi. Dagurinn hefur verið haldinn í 40 ár og vex ár frá ári. Nýnæmi er að í ár er hann á fjórum stöðum, í Reykjavík, á Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði.
 
„Það má líkja Háskóladeginum við leikvöll tækifæranna þar sem öll ættu að geta fundið nám við sitt hæfi. Námsframboð háskólanna sjö er enda gríðarlega fjölbreytt og spennandi,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, sem er nýr verkefnastjóri Háskóladagsins. „Það getur því verið vandi að velja en starfsfólk skólanna og nemendur verða á staðnum ásamt námsráðgjöfum til að styðja við námsvalið,“ segir Erla.

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00