Fara í efni
Umræðan

Harka, rauð spjöld og stigum skipt í Eyjum

„Supersub“? Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði jöfnunarmark Þórs í Eyjum í dag. Hér fagnar hann þegar hann gulltryggði 4-2 sigur Þórs í 2. umferðinni. Hann kom inn sem varamaður í báðum leikjunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Eitt stig með í Herjólf og heim. Það er niðurstaðan eftir heimsókn Þórsara til Vestmannaeyja þar Þór og ÍBV skiptu með sér stigunum. Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald.

Lukkan lék ekki við Þórsara í fyrri hálfleiknum. Hinn marksækni Ingimar Arnar Kristjánsson fór meiddur af velli eftir 18 mínútna leik. Skömmu áður hafði Jón Jökull Hjaltason, Eyjamaðurinn í liði Þórs, fengið gult spjald fyrir harkalega tæklingu og stundarfjórðungi eftir gula spjaldið fékk hann að líta það aftur fyrir tæklingu og þar með rautt. Klukkutími eftir af leiknum og Þórsarar einum færri. Markalaust þó eftir fyrri hálfleikinn.

Eyjamenn tóku forystuna snemma í seinni hálfleiknum þegar Bjarki Björn Gunnarsson tók boltann á lofti fyrir utan vítateig og hamraði hann upp í markhornið nær. Um þremur mínútum eftir mark Eyjamanna jafnaðist aftur í liðunum þegar Oliver Heiðarsson fór harkalega í Aron Birki Stefánsson markvörð inni í teignum og fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt, en hann hafði fengið áminningu undir lok fyrri hálfleiks. 

Sigfús Fannar Gunnarsson, sem kom inn í stað Ingimars Arnar í fyrri hálfleiknum, bjargaði svo stigi fyrir Þórsara með glæsilegu marki eftir góða sókn þegar innan við tíu mínútur lifðu leiks. Þar við sat. Liðin skiptu með sér stigunum.

Þórsarar eru því með fimm stig eftir fyrstu þrjár umferðir Lengjudeildarinnar. Smellið hér til að skoða leikskýrsluna.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00