Fara í efni
Umræðan

Göngugatan lokuð vélknúnum ökutækjum

Göngugatan, Hafnarstrætið milli Kaupvangsstrætis og Ráðhússtorgs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyrarbær hefur tilkynnt að frá og með næsta mánudegi, 3. júní, verði göngugatan svokallaða, sá hluti Hafnarstrætis sem liggur á milli Kaupvangsstrætis og Ráðhússtorgs, lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja. 

Í tilkynningunni er vísað til samþykktar bæjarstjórnar frá 6. júní 2023 þar sem eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum:

Lagt er til að Samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt þannig að í 2.gr. verði bætt við lokun á sunnudögum í júní og ágúst kl. 11-19 sumarið 2023. Jafnframt er lagt til að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kallað göngugata verði lokað alla daga, allan sólarhringinn í júní, júlí og ágúst árið 2024. Aðgengi skal tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila líkt og áður.

Þegar lokun göngugötunnar hefur komið til tals hafa jafnan heyrst raddir úr báðum áttum, með og á móti, jafnvel svo að einhverjir atvinnurekendur hafa tekið svo djúpt í árinni að fullyrða að þar með þurfi þeir að flytja rekstur sinn burt úr miðbænum. Akureyri.net er ekki kunnugt um hvort eitthvað slíkt stendur til hjá einhverjum þeirra sem stunda verslunarrekstur eða aðra þjónustu á svæðinu.

Þjónustufall á landsbyggðinni í skugga uppsagna ferliverkasamninga, hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við?

Helga Björk Heiðarsdóttir og Guðjón Kristjánsson skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fallorka og Orkusalan – saman í stanslausu stuði!

Rúnar Sigurpálsson og Magnús Kristjánsson skrifa
20. nóvember 2025 | kl. 12:00

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30