Fara í efni
Umræðan

Glæsimörk Söndru og Þór/KA fékk stig

Sandra María Jessen fagnar eftir að hún jafnaði 3:3 gegn ÍBV í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA nældi í eitt stig þegar liðið gerði 3:3 jafntefli við ÍBV í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á Þórsvellinum (SaltPay vellinum).

Stelpurnar okkar eru þar með komnar með 14 stig, tveimur meira en Afturelding sem er í efra fallsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sandra María Jessen var besti maður vallarins, gerði tvö marka Þórs/KA og átti fasta sendingu fyrir mark ÍBV þegar varnarmaður gestanna varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark.

ÍBV komst í 1:0, staðan var orðin jöfn aðeins einni mínútu síðar eftir sjálfsmarkið og leikar stóðu 1:1 eftir fyrri 45 mínúturnar.

ÍBV náði forystu á ný snemma í seinni hálfleik, Sandra María jafnaði með glæsilegu skoti utan vítateigs, ÍBV komst aftur yfir stuttu seinna en Sandra tryggði Þór/KA eitt stig með flottu skallamarki undir lokin.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Nánar í kvöld

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00