Fara í efni
Umræðan

Framfaraskref í þágu barna – ekki afturför

Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar, segir breytingar sem nýlega voru ákveðnar á skipulagi forvarna- og frístundamála hjá Akureyrarbæ, „ekki afturför heldur framfaraskref í takt við alþjóðleg viðmið og rannsóknir sem styðja samþættingu menntunar og velferðarþjónustu barna.“ Þetta segir hún í grein sem Akureyri.net birtir í dag. 

„Skipulagsbreytingar kalla óhjákvæmilega fram spurningar og skoðanaskipti og það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt í lýðræðislegu samfélagi. En þegar rýnt er faglega í þær breytingar sem gerðar hafa verið á forvarna- og frístundamálum Akureyrarbæjar, blasir við sú niðurstaða að hér er verið að stíga skref fram á við og í rétta átt,“ segir Kristín í greininni. „Með því að færa fagfólk nær börnum, efla daglega nærveru, auka fjölbreytni og tryggja faglegt sjálfstæði og faglegt samstarf innan skólanna er verið að styrkja þjónustu sem snýr að velferð barna og ungmenna.“

Kristín segir: „Þetta er í samræmi við lög og fagleg viðmið, auk þeirra gilda sem Barnvæn sveitarfélög byggja á. Það er ekki verið að veikja félagsmiðstöðvastarf heldur að festa það í sessi sem órjúfanlegan hluta af skólasamfélaginu og menntun barna. Breytingarnar eru því ekki aðför að faglegu starfi heldur nauðsynlegt þróunarskref sem miðar að aukinni velferð, virkni og lýðræðisþátttöku allra barna í bænum okkar.“

Grein Kristínar Jóhannesdóttur: Þróunarskref í þágu velferðar

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30