Fara í efni
Umræðan

Segir breytingar hjá Akureyrarbæ vera fúsk

Mynd af síðu Félagsmiðstöðva Akureyrar - FÉLAK á vef sveitarfélagsins.

Enn er deilt um breytingar á skipulagi forvarnar- og frístundamála hjá Akureyrarbæ, sem nýlega voru kynntar.

Árni Guðmundsson, félagsuppeldisfræðingur, ritar grein um málið í dag og segir frá nýlegum samstöðufundi SAMFÉS, samtaka félagsmiðstöðva, Félags fagfólks í frítímaþjónustu og FÍÆT, Félag íþrótta- æskulýðs og tómstundafulltrúa sveitarfélaga.

Árni segir: „Á fundinum kom berlega í ljós að það er alveg sama hvar borið er niður í fag- og fræðaumhverfinu og meðal ungmenna á Akureyri og örugglega mun víðar, breytt skipulag í æskulýðsmálum hjá Akureyrarbæ er fúsk.“

Hann segir að í raun sé verið að leggja niður eiginlegt starf félagsmiðstöðva og það sett inn sem stoðþjónusta í formlegu skólastarfi.

Grein Árna: Verulegt rými til framfara

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30