Fara í efni
Umræðan

Segir breytingar hjá Akureyrarbæ vera fúsk

Mynd af síðu Félagsmiðstöðva Akureyrar - FÉLAK á vef sveitarfélagsins.

Enn er deilt um breytingar á skipulagi forvarnar- og frístundamála hjá Akureyrarbæ, sem nýlega voru kynntar.

Árni Guðmundsson, félagsuppeldisfræðingur, ritar grein um málið í dag og segir frá nýlegum samstöðufundi SAMFÉS, samtaka félagsmiðstöðva, Félags fagfólks í frítímaþjónustu og FÍÆT, Félag íþrótta- æskulýðs og tómstundafulltrúa sveitarfélaga.

Árni segir: „Á fundinum kom berlega í ljós að það er alveg sama hvar borið er niður í fag- og fræðaumhverfinu og meðal ungmenna á Akureyri og örugglega mun víðar, breytt skipulag í æskulýðsmálum hjá Akureyrarbæ er fúsk.“

Hann segir að í raun sé verið að leggja niður eiginlegt starf félagsmiðstöðva og það sett inn sem stoðþjónusta í formlegu skólastarfi.

Grein Árna: Verulegt rými til framfara

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00