Fara í efni
Umræðan

Ekki framfarir heldur áhættusöm afturför

Grein Kristínar Jóhannesdóttur, sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar á Akureyri.net síðastliðinn fimmtudag, um breytingar á skipulagi forvarnar og frístundamála, „felur í sér bæði villandi framsetningu og vanmat á mikilvægi faglegs frístundastarfs“. Þetta segir starfsfólk Félagsmiðstöðva Akureyrar, FÉLAK, í grein sem Akureyri.net birtir í dag.

„Það er mikilvægt að íbúar Akureyrar ekki síst foreldrar hafi skýra mynd af þeirri þróun sem nú á sér stað. Fagfólk víða um land hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega en umræðan hefur mætt daufum eyrum stjórnenda sem virðast telja sig vita betur. Með þessu er gengið gegn rannsóknum sem sýna að félags- og frístundastarf eigi ekki að heyra undir skólastjórn,“ segir í greininni.

„Okkur þykir miður að þurfa að koma okkar sjónarmiðum á framfæri í gegnum fjölmiðla en það er ekki önnur leið fær til að fá áheyrn,“ skrifar starfsfólk FÉLAK.

Á hvaða faglega grunni?

„Það vekur athygli strax að hvergi er minnst á Virkið, Ungmennahúsið eða Vinnuskólann sem allt eru mikilvægar einingar sem tilheyrðu forvarna- og frístundadeild og á að endurskipuleggja að mestu leyti með nýju starfsfólki og dreifa um bæjarkerfið. Sú samfella sem hefur verið í þjónustu við börn, ungmenni og ungt fólk er þannig slitin í sundur,“ skrifar starfsfólk FÉLAK, og spyr í greininni:

Á hvaða faglega grunni byggja þær breytingar sem nú eru innleiddar og hvaða ritrýndu rannsóknir styðja þá ákvörðun Akureyrarbæjar?

Grein starfsfólks FÉLAK: Áhættusöm afturför í nafni framfara

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30