Fara í efni
Umræðan

Fer til Gautaborgar en ekki mjög bjartsýnn

Hjónin Kristín Hilmarsdóttir og Jóhannes Bjarnason á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jóhannes Bjarnason hefur marga fjöruna sopið í tengslum við handbolta sem þjálfari til áratuga hjá KA. Jóhannes og Kristín Hilmarsdóttir, eiginkona hans, voru á meðal þeirra Akureyringa sem flugu í morgun með Niceair til Kaupmannahafar og leiðin liggur þaðan með lest til Gautaborgar í Svíþjóð, þar sem Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu etja kappi við Svía í milliriðli heimsmeistaramótsins á morgun. Jói hefur einu sinni áður farið á stórmót, sem var ógleymanlegt að hans sögn, en kveðst ekki sérlega bjartsýnn fyrir leikinn á morgun.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég ekki bjartsýnn á að við vinnum Svíana. Þeir eru mjög sterkir,“ sagði Jói við Akureyri.net. Hann horfði á leik þeirra við Ungverja í gær í sjónvarpinu, þar sem sænska liðið sigraði mjög örugglega. 

„Til þess að við vinnum Svía þarf íslenska liðið að ná toppleik; nánast fullkomnum leik. Við þurfum að fá markvörslu sem við höfum ekki séð enn í mótinu og liðið þarf líka að spila betri vörn en það hefur gert hingað til á mótinu. En það er alltaf möguleiki!“

Ógleymalegt í Magdeburg

Jóhannes fór með nokkrum góðum vinum á heimsmeistaramótið í handbolta þegar það fór fram í Þýskalandi árið 2007. „Okkar riðill var spilaður í Magdeburg og þar vorum við algjörlega á heimavelli,“ segir hann. Alfreð Gíslason þjálfaði landslið Íslands á HM og Ólafur Stefánsson var þar í aðalhlutverki en báðir voru í herbúðum Magdeburg þegar liðið varð Þýskalandsmeistari og Evrópumeistari.

Jóhannes hefur séð óteljandi handboltaleiki í gegnum tíðina en einn sá eftirminnilegasti var í Magdeburg í þessari ferð. „Íslendingar unnu stórsigur á Frökkum, 32:23, og Íslandi átti algjörlega húsið. Stemningin var gjörsamlega ólýsanleg.“

Jóhannes heldur áfram: „Það sem ég man einn best eftir frá þessum leik er sú rosalega virðing sem var borin fyrir Alfreð Gíslasyni og Ólafi Stefánssyni, og líka Sigfúsi Sigurðssyni sem hafði spilað í Magdeburg. Þjóðverji sem ég spjallaði við, starfsmaður í húsinu, sagði mér að stemningin á Frakkaleiknum hefði verið meiri en á mörgum leikjum Magdeburg - fólki hvatti Alfreð, Ólaf, Sigfús og félaga þeirra svo hetjulega áfram. Ég man að þegar Alfreð gekk út á gólfið skömmu fyrir leik og veifaði til fólksins var eins og rokkstjarna væri mætt á svæðið! Óli gerði að sama skömmu síðar og það voru ekki minni undirtektir þá.“

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15