Fara í efni
Umræðan

Ekki í stjórn nema ný stjórnarskrá komi til

Hvar er nýja stjórnarskráin? Mynd af vef Pírata.

Píratar í Norðausturkjördæmi vilja að flokkurinn geri upptöku nýrrar stjórnarskrár að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi þeirra.

Ályktunin er svohljóðandi: 

„Aðalfundur Pírata í Norðausturkjördæmi, haldinn föstudaginn 4. júní 2021, ályktar að þingflokkur Pírata geri upptöku nýrrar stjórnarskrár, sem byggð verði á tillögum Stjórnlagaráðs, að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að loknum Alþingiskosningum sem fram fara 25. september næstkomandi.
Þannig verði lýðræðislegur vilji þjóðarinnar, eins og hann kom fram í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012, virtur.

Með nýrri stjórnarskrá verði auðlindir Íslands skilgreindar sem þjóðareign og auðlind hafsins endurheimt úr klóm útgerðaraðalsins, sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Auðlind hafsins getur hæglega staðið undir stórum hluta hins íslenska velferðarkerfis þannig að þau sem við lökustu kjörin búa fái betri tækifæri til að blómstra og búa við mannlega reisn.“

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03