Fara í efni
Umræðan

Dregið um Skarðshlíð 20, tveir buðu 121 milljón

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Tvö hæstu tilboð í byggingarrétt lóðarinnar Skarðshlíðar 20 voru jafnhá, 121 milljón króna, og hefur verið ákveðið að dregið verði um hvort fyrirtækið fær byggingarréttinn.

Það voru Byggingarfélagið Hyrna ehf. og Goðanes ehf, sem er að fullu í eigi SS Byggis, sem buðu hæst. Akureyrarbær auglýsti lóðina fyrr á árinu og þá var ákveðið að lágmarksboð yrði 60 milljónir króna. Alls bárust fimm tilboð; Laugará ehf. bauð 106 milljónir króna, Trétak ehf. 79,6 milljónir og SS Byggir ehf. 72 milljónir.

Á sínum tíma var gert ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni þar sem heilsugæslustöð yrði á jarðhæð. Síðar var ákveðið að heilsugæslustöðin norðan Glerár yrði í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15