Fara í efni
Umræðan

Dregið um Skarðshlíð 20, tveir buðu 121 milljón

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Tvö hæstu tilboð í byggingarrétt lóðarinnar Skarðshlíðar 20 voru jafnhá, 121 milljón króna, og hefur verið ákveðið að dregið verði um hvort fyrirtækið fær byggingarréttinn.

Það voru Byggingarfélagið Hyrna ehf. og Goðanes ehf, sem er að fullu í eigi SS Byggis, sem buðu hæst. Akureyrarbær auglýsti lóðina fyrr á árinu og þá var ákveðið að lágmarksboð yrði 60 milljónir króna. Alls bárust fimm tilboð; Laugará ehf. bauð 106 milljónir króna, Trétak ehf. 79,6 milljónir og SS Byggir ehf. 72 milljónir.

Á sínum tíma var gert ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni þar sem heilsugæslustöð yrði á jarðhæð. Síðar var ákveðið að heilsugæslustöðin norðan Glerár yrði í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.

Ósýnilegir áverkar ofbeldis

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir skrifar
26. janúar 2023 | kl. 13:11

Rætur

Michael Jón Clarke skrifar
23. janúar 2023 | kl. 10:15

Sköpum heilbrigðan húsnæðismarkað

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
18. janúar 2023 | kl. 16:05

Karla sem horfa niður á konur

Pétur Guðjónsson skrifar
17. janúar 2023 | kl. 15:33

Mikilvægt að fara að reglum

Víðir Gíslason skrifar
13. janúar 2023 | kl. 06:00

Er barnið þitt að senda ókunnugum nektarmyndir?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
12. janúar 2023 | kl. 14:10