Fara í efni
Umræðan

Dregið um Skarðshlíð 20, tveir buðu 121 milljón

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Tvö hæstu tilboð í byggingarrétt lóðarinnar Skarðshlíðar 20 voru jafnhá, 121 milljón króna, og hefur verið ákveðið að dregið verði um hvort fyrirtækið fær byggingarréttinn.

Það voru Byggingarfélagið Hyrna ehf. og Goðanes ehf, sem er að fullu í eigi SS Byggis, sem buðu hæst. Akureyrarbær auglýsti lóðina fyrr á árinu og þá var ákveðið að lágmarksboð yrði 60 milljónir króna. Alls bárust fimm tilboð; Laugará ehf. bauð 106 milljónir króna, Trétak ehf. 79,6 milljónir og SS Byggir ehf. 72 milljónir.

Á sínum tíma var gert ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni þar sem heilsugæslustöð yrði á jarðhæð. Síðar var ákveðið að heilsugæslustöðin norðan Glerár yrði í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45