Fara í efni
Umræðan

Byrjað á hringtorgi við bæjarmörkin

Horft frá Akureyri norður Kræklingahlíð í Hörgársveit. Hringtorgið verður á mótum þjóðvegar 1 og Lónsvegar á mörkum sveitarfélaganna. Mynd: Þorgeir Baldursson

Framkvæmdir eru hafnar við gerð hringtorgs við sveitarfélagamörk Akureyrar og Hörgársveitar, á gatnamótum Hringvegar (þjóðvegar 1) og Lónsvegar. Reiknað er með að þær standi fram í nóvember og munu þær hafa umtalsvert rask í för með sér.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hringtorgið fjármagnað af sjóði fyrir stærri öryggisaðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins en hringtorgið mun gera umferð og aðkomu inn á Akureyri og inn í ört vaxandi hverfi Hörgársveitar á Lónsbakka mun öruggari.

Teikningin sýnir hvernig hringtorgið mun koma til með að liggja. 

Einfalt torg sem hægt er að tvöfalda

Vegagerðin,  Hörgársveit og Norðurorka buðu verkið út sameiginlega og er það verktakafyrirtækið Nesbræður sem sér um verkið. Að sögn Rúnu Ásmundsdóttur, deildarstjóra tæknideildar hjá Vegagerðinni á Norðursvæði, er um að ræða einfalt hringtorg sem þó er byggt þannig að það verður mögulegt að tvöfalda það síðar ef þörf krefur. Stígagerð, vinna við vegtengingar og lagning hitaveitulagna er einnig innifalin í verkinu. „Núverandi aðkoma að lóð ÁK-smíði frá Hringvegi verður aflögð og ný gata gerð að lóðinni frá Lónsvegi,“ upplýsir Rúna.

Verkinu verður skipt upp í þrjá megináfanga þar sem hraðinn verður tekinn niður í 30 km/klst, en síðasti áfanginn fer í frágang á miðeyjum og vegöxlum. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að fara um svæðið með gát og vera vakandi fyrir þrengingum og breytingum á akreinum meðan á framkvæmdum stendur. 

Hringtorg er nú þegar við BYKO og Norðurtorg, steinsnar sunnan þess nýja sem verður við bæjarmörkin. Mynd: Þorgeir Baldursson

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15