Fara í efni
Umræðan

Bjóða fleiri en Bjarkey og Óli sig fram í 1. sæti?

Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi VG, hefur setið á Alþingi síðan 1983 en gefur ekki kost á sér í haust.

Framboðsfrestur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, vegna Alþingiskosninganna í haust, rennur út á miðnætti í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi VG og oddviti í kjördæminu, dregur sig nú í hlé eftir 37 ára þingsetu og tveir hafa tilkynnt að þeir sækist eftir oddvitasætinu.

  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, sem var í öðru sæti á lista VG fyrir fjórum árum stefnir á að skipa fyrsta sæti listans.
  • Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi, hefur einnig tilkynnt að hann sækist eftir fyrsta sætinu.
  • Jódís Skúladóttir, sem situr í sveitarstjórn Múlaþings, hins nýja sveitarfélags á Austurlandi, stefnir á annað sæti framboðslistans.
  • Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG, hefur lýst því yfir að hann vilji „ofarlega á listanum.“

Fyrir miðnætti kemur í ljós hvort fleiri gefi kost á sér í efstu sæti listans. Kjörfundur Vinstri grænna verður rafrænn dagana 13. til 15. febrúar.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10