Fara í efni
Umræðan

Bjóða fleiri en Bjarkey og Óli sig fram í 1. sæti?

Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi VG, hefur setið á Alþingi síðan 1983 en gefur ekki kost á sér í haust.

Framboðsfrestur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, vegna Alþingiskosninganna í haust, rennur út á miðnætti í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi VG og oddviti í kjördæminu, dregur sig nú í hlé eftir 37 ára þingsetu og tveir hafa tilkynnt að þeir sækist eftir oddvitasætinu.

  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, sem var í öðru sæti á lista VG fyrir fjórum árum stefnir á að skipa fyrsta sæti listans.
  • Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi, hefur einnig tilkynnt að hann sækist eftir fyrsta sætinu.
  • Jódís Skúladóttir, sem situr í sveitarstjórn Múlaþings, hins nýja sveitarfélags á Austurlandi, stefnir á annað sæti framboðslistans.
  • Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG, hefur lýst því yfir að hann vilji „ofarlega á listanum.“

Fyrir miðnætti kemur í ljós hvort fleiri gefi kost á sér í efstu sæti listans. Kjörfundur Vinstri grænna verður rafrænn dagana 13. til 15. febrúar.

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00