Fara í efni
Umræðan

Bjóða fleiri en Bjarkey og Óli sig fram í 1. sæti?

Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi VG, hefur setið á Alþingi síðan 1983 en gefur ekki kost á sér í haust.

Framboðsfrestur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, vegna Alþingiskosninganna í haust, rennur út á miðnætti í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi VG og oddviti í kjördæminu, dregur sig nú í hlé eftir 37 ára þingsetu og tveir hafa tilkynnt að þeir sækist eftir oddvitasætinu.

  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, sem var í öðru sæti á lista VG fyrir fjórum árum stefnir á að skipa fyrsta sæti listans.
  • Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi, hefur einnig tilkynnt að hann sækist eftir fyrsta sætinu.
  • Jódís Skúladóttir, sem situr í sveitarstjórn Múlaþings, hins nýja sveitarfélags á Austurlandi, stefnir á annað sæti framboðslistans.
  • Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG, hefur lýst því yfir að hann vilji „ofarlega á listanum.“

Fyrir miðnætti kemur í ljós hvort fleiri gefi kost á sér í efstu sæti listans. Kjörfundur Vinstri grænna verður rafrænn dagana 13. til 15. febrúar.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30