Fara í efni
Umræðan

Aftur unnið við Miðgarðakirkju

Frá sjálboðavinnu íbúa. Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Í kvöld eru slétt tvö ár síðan Miðgarðakirkja í Grímsey varð eldi að bráð. Grímseyingar tóku strax þá ákvörðun að byggja nýja kirkju og hafin var söfnun til stuðnings kirkjubyggingunni. Meðal annarra sem heimamenn hafa leitað til eru ferðamenn sem heimsækja Grímsey sem hafa getað gefið í söfnunin í kassa við nýbygginguna. Eins og Akureyri.net hefur áður sagt frá fékkst styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna viðbyggingar sem hýsir meðal annars almenningssalerni og er sú bygging langt komin.

Bygging nýrrar kirkju hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þrátt fyrir framlög og styrki stöðvuðust framkvæmdir um tíma þar sem kostnaður var kominn fram úr áætlunum og fjármagnið upp urið. Framkvæmdir hófust vorið 2022 og fóru aftur í gang að nýju nú í haust eftir nokkurra mánaða hlé, að því er fram kemur í frétt á vef Akureyrarbæjar. Þar er sagt frá því að haldið verði áfram með framkvæmdir í takt við það fjármagn sem safnast. Íbúar í eynni tóku saman höndum um liðna helgi og unnu í sjálfboðvinnu við að einangra kirkjuna að innan. Fram kemur í frétt Akureyrarbæjar að fyrsta brúðkaupið hafi farið fram í kirkjunni um mitt sumar.

Þeim sem vilja og geta lagt Grímseyingum lið við kirkjubygginguna er bent á söfnunarreikning Miðgarðakirkju:

Kennitala: 460269-2539
Reikningsnúmer: 565-04-250731
IBAN: IS76 0565 0425 0731 4602 6925 39
SWIFT: GLITISRE

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45