Fara í efni
Umræðan

550 brautskrást frá Háskólanum á Akureyri

Eyjólfur Guðmundsson rektor HA óskar einum kandídatanna 550 til hamingju með áfangann í morgun. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Tæplega 550 kandídatar brautskrást frá Háskólanum á Akureyri (HA) á Háskólahátíð sem hófst í gær og lýkur í dag. Það er stærsti útskriftarárgangur skólans frá upphafi.

Í gær voru brautskráðir kandídatar í framhaldsnámi en fyrir hádegi í dag kandídatar af heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði og eftir hádegi af hug- og félagsvísindasviði.

Háskólahátíð er alltaf tímamót í lífi kandídata, aðstandenda þeirra og starfsfólks háskólans, eins og það er orðað á vef HA. Þá markar hátíðin í ár einnig sérstök tímamót fyrir Eyjólf Guðmundsson, rektor skólans. Hann brautskráir kandídata í tíunda og síðasta skipti í ár.

„Það hafa verið alger forréttindi að fá að stýra Háskólanum á Akureyri síðastliðin tíu ár og svo sannarlega verið ferðalag þar sem reynt hefur á en líka unnist stórkostlegir sigrar og við, háskólasamfélagið í HA, höfum komist í gegnum allskonar erfiðleika en ávallt höfum við komist í gegnum þá sterkari en áður,“ segir Eyjólfur á heimasíðu skólans.

Eyjólfur Guðmundsson rektor, lengst til hægri, brautskráir kandídata í tíunda og síðasta skipti í ár. 

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00