Fara í efni
Pistlar

Viðreisn birtir allan framboðslistann

Fjögur efstu á lista Viðreisnar, frá vinstri Sigríður Ólafsdóttir, Ingvar Þóroddsson, Draumey Ósk Óskarsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson.

Viðreisn hefur birt allan framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi. Áður hefur komið fram að Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, skipi fyrsta sæti listans og að í öðru sæti sé Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi.

Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði og hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, skipar þriðja sæti listans og Draumey Ósk Ómarsdóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands er í fjórða sæti.

„Ég hlakka virkilega til baráttunnar fram undan með þessum öfluga hópi. Við brennum öll fyrir kjördæmið, íbúa þess og málefni. Sjálfur hef ég búið og starfað í kjördæminu í þrjátíu ár og þar af verið bæjarstjóri í sextán ár, bæði á Norður- og Austurlandi,“ segir Eiríkur Björn í tilkynningu sem flokkurinn sendi út í morgun.

Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

Listi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi:

1. Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrv. bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, búsettur í Garðabæ.
2. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi, Akureyri.
3. Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði og hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, Akureyri.
4. Draumey Ósk Ómarsdóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands, Reyðarfirði.
5. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Egilsstöðum.
6. Margrét Laxdal, framhaldsskólakennari, Dalvík.
7. Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Austurhlíðar, Akureyri.
8. Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, sölustjóri, Akureyri.
9. Kristján Gunnar Óskarsson, barnasálfræðingur, Húsavík.
10. Lilja Björnsdóttir, leigubílstjóri og sjúkraliðanemi, Egilsstöðum.
11. Erlingur Arason, félagsliði og tónlistarmaður, Akureyri.
12. Dušanka Kotaraš, matráður, Akureyri.
13. Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustufrumkvöðull, Egilsstöðum.
14. Bryndís Arnardóttir, listgreinakennari og listamaður, Akureyri.
15. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, tölvunarfræðingur, Neskaupstað.
16. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA, Akureyri.
17. Valtýr Hreiðarsson, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur, Svalbarðseyri.
18. Gréta Sóley Arngrímsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, Egilsstöðum.
19. Hólmar E. Svansson, framkvæmdastjóri HA, Akureyri.
20. Guðný Björg Hauksdóttir, mannauðsstjóri, Reyðarfirði.

Skógarjaðrar

Sigurður Arnarson skrifar
27. mars 2024 | kl. 10:30

Svona bara af því bara

Sigurður Ingólfsson skrifar
27. mars 2024 | kl. 10:02

Fannfergi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. mars 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Spítalavegur 15

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. mars 2024 | kl. 19:00

Gleðispillirinn og neyslunöldrarinn kveður sér hljóðs

Rakel Hinriksdóttir skrifar
23. mars 2024 | kl. 06:00

Eins gott að þú baðst ekki um bjúgu!

Orri Páll Ormarsson skrifar
22. mars 2024 | kl. 10:30