Fara í efni
Pistlar

Úkraínski jólasöngurinn sem sigraði heiminn

ÚKRAÍNA – II

Ég er þess fullviss að þið þekkið úkraínska jólatónlist!

Mikið væri gaman ef Akureyringar myndu endurnýja kynnin við úkraínskan jólasöng sem varð heimssmellur.

Þið hafið nefnilega heyrt hann áður, líklega fyrir hver einustu jól – en kannski höfðuð þið ekki hugmynd að tónlistin sem ég á við var samin í heimabænum mínum, Kyiv (Kíev).

  • Smellið hér til að hlusta á þessa yndislegu tónlist.

100 ár eru frá stórkostlegum heimsfrumflutningi úkraínska jólasöngsins Shchedryk í Carnegie Hall tónleikahöllinni í New York. Og nú eru börn og unglingar frá Úkraínu komin til Bandaríkjanna í tilefni tímamótanna og syngja þennan úkraínska smell í New York.

Það er einmitt í dag, 4. desember 2022, sem úkraínski barnakórinn kemur fram í sama tónleikasal í New York og syngur Shchedryk. Vert er að geta þess að kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese verður kynnir á tónleikunum.

Hinir ungu Úkraínumenn komu til Bandaríkjanna fyrir nokkrum dögum og sungu jólasönginn strax við komuna til New York, á lestarstöðinni í New York. Uppákoman kom öðrum farþegum í opna skjöldu og fjallað var um sönginn í bandarískum fjölmiðlum.

  • Hér má sjá myndband frá uppákomunni á lestarstöðinni!

Úkraínska tónskáldið Mykola Leontovych vann að þessari tónlist í mörg ár. Til grundvallar lagði hann gamla, hefðbundna úkraínska jólastemmu, Shedrivka, og prjónaði við hana aftur og aftur.

Textinn er einfaldur og töfrandi. Gestir syngja fyrir utan heimi fólks, biðla til húsbóndans um að ganga út til þeirra því vorið sé komið, svölurnar mættar og lömbin farin að fæðast. Þið veltið því hugsanlega fyrir ykkur hvað svölur séu að gera þarna um jólaleytið en staðreyndin er sú að úkraínsku jólasöngvarnir eiga rætur að rekja til heiðins siðar, þegar nýju ári var fagnað að vori, þegar náttúran lifnaði við á ný. Svölurnar sneru til baka og lömbin fæddust. Fólkið tók gleði sína á ný.

Nú til dags syngja Úkraínumenn þessa fallegu söngva um jólin (6. og 7. janúar) og 13. janúar, þegar gamla nýárinu, svo er kallað, er fagnað. Fallega klædd ungmenni ganga um götur, inn í garða til fólks og syngja hátíðarlög; óska þannig heimilisfólkinu velsældar og hamingju. Iðulega bera söngvararnir jólastjörnu sem tákn um fæðingu Jesú.

Söngurinn okkar, Shchedryk, varð smellur á heimsvísu. Á ensku kallast hann Carol of the Bells. Ensku útgáfuna af Shchedryk gerði Bandaríkjamaður af úkraínskum uppruna, Peter Wilhovskyi, en texti hans er frábrugðinn úkraínsku útgáfunni. Um langt árabil hafa kórar um gervöll Bandaríkin sungið þessa útgáfu Wilhovskyi á jólum. Hundruð útsetninga hafa verið gerðar, tónlistin hefur verið notuð í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta. Þið hafið örugglega tónlistina í Harry Potter myndunum og í hinni frægu Home Alone mynd.

Syngjum saman þetta töfrandi jólasöng sem hefur verið upphaf úkraínskra jóla í 100 ár!

Carol of Bells

Hark how the bells,
sweet silver bells,
all seem to say,
throw cares away

Christmas is here,
bringing good cheer,
to young and old,
meek and the bold,

Ding dong ding dong
that is their song
with joyful ring
all caroling

One seems to hear
words of good cheer
from everywhere
filling the air

Oh how they pound,
raising the sound,
o'er hill and dale,
telling their tale,

Gaily they ring
while people sing
songs of good cheer,
Christmas is here,

Merry, merry, merry, merry Christmas,
Merry, merry, merry, merry Christmas,

On on they send,
on without end,
their joyful tone
to every home

Ding dong ding… dong!

Lesia Moskalenko er úkraínskur blaðamaður til margra ára. Hún kom sem flóttamaður til Akureyrar eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu fyrr á þessu ári.

Kvenfélagið Hlíf

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
19. mars 2024 | kl. 06:00

Lagning

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. mars 2024 | kl. 11:30

Í leikhúsi hugans

Jón Óðinn Waage skrifar
17. mars 2024 | kl. 11:50

Hvar fær maður svona engisprettu?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:00

Hin evrópska olía: Olea europaea L.

Sigurður Arnarson skrifar
13. mars 2024 | kl. 10:25

Siginn fiskur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
11. mars 2024 | kl. 11:30