Lausnin 1/7
05. janúar 2026 | kl. 09:00
EYRARPÚKINN - 72
Ung hjón bjuggu í koti langt inn í heiði þegar yngstu börn þeirra dóu úr kulda og bar bóndinn lík barnanna á baki sér gegn ísnálum norðanstormsins svo hlytu þau greftrun í vígðri mold en að bónda brottgengnum slokknar glóðin í hlóðum húsfreyju sem tekur dóttur sína í fangið og berst til næsta bæjar en fréttir þar að bóndi hennar hafi orðið úti og halda mæðgurnar aftur inn í heiði og ná kotinu nær dauða en lífi en þar stendur þá hestur í hlaði horaður og vesæll og styttir konan síðustu andartök klársins og braggast þær mæðgur uns hinn guðfrómi eigandi gæðingsins þefar hann uppi og lætur sýslumann vita en yfirvaldið stíaði mæðgunum í sundur og sturlaðist konan og sprakk úr harmi.
Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.