Fara í efni
Pistlar

Sólstöðuhátíð haldin í Grímsey í vikunni

Grímsey. Ljósmynd: Gyða Henningsdóttir.

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 17. til 20. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Dagskrá hátíðarinnar er birt á vef Akureyrarbæjar.

Fimmtudagur 17. júní

  • 20.30 Tónleikar á veitingastaðnum Kríunni

Föstudagur 18. júní

  • 15.00 Dorgveiðikeppni barna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum)
  • 19.00 Tapaskvöld á Kríunni (borðapantanir í síma 8982058)
  • 21.00 Kvöldsigling í kringum Grímsey
  • 22.30 Ganga á heimskautsbaug
  • 23.00 Tónleikar á baugnum

Laugardagur 19. júní

  • 11.30 Fjölskylduratleikur við Kríuna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum)
  • 14.00 Kakóserimonia við Bakkakarlinn
  • 18.00 Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins Baugs
  • 20.00 Barnaball í Múla
  • 21.00 Dansleikur í Múla

Sunnudagur 20. júní

  • 12.00 Ganga með leiðsögn frá bryggju
  • 20.00 Varðeldur og söngur á Borgartúni

Tekið er fram að viðburðir sem haldnir eru utandyra séu háðir veðri.

Afgreiðslutímar og þjónusta er sem hér segir:

  • Verslunin er opin alla daga á milli klukkan 15.00 og 16.00.
  • Veitingastaðurinn Krían: föstudag 12.00 til 23.00, laugardag 12.00 til 17.00, sunnudag 12.00 til 21.00
  • Pylsuvagninn: Föstudag og laugardag 12.00 til 17.00, sunnudag 12.00 til 21.00
  • Sundlaugin: Föstudag 18.00 til 19.30, laugardag 13.00 til 16.00, sunnudag 13.00 til 15.00
  • Gallleríið: Opið á meðan ferjan stoppar

Frítt er á alla viðburði nema Tapaskvöldið á Kríunni, sjávarréttakvöld Kvenfélagsins og ballið.

Leiksvæði fyrir börnin alla daga.

Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur milli Akureyrar og Grímseyjar þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga.

Nánar upplýsingar hér um Grímsey.

Þjálfun sem nærir – um styrk og sjálfsrækt

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
21. október 2025 | kl. 12:30

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00