Fara í efni
Pistlar

„Séra Svavar“ út í Grímsey fyrir RÚV

Séra Svavar Alfreð Jónsson og Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV. Klerkurinn er til vinstri.

Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Akureyri, sér hlutina gjarnan í skemmtilegu ljósi.

Á Facebok síðu sinni sagði hann í morgun í stuttu máli frá vinnuferð út í Grímsey í gær.

„Í gær fór ég með ferju til Grímseyjar til þess að fjalla um hörmulegan eldsvoða í plássinu.

Ég er mikill landkrabbi og ældi því eins og múkki alla sjóferðina, sem tekur ekki nema rúma þrjá tíma.

Það var þó ekki það versta við ferðina, því um borð var hinn geðþekki Steingrímur J Sigfússon. Samtalið hófst á eftirfarandi orðaskiptum:

Steingrímur: „Á hvaða ferðalagi eruð þið?“

Ég: „Við erum að fara að skoða kirkjuna sem brann í nótt.“

Steingrímur: „Já þú ert presturinn, séra Svavar. Ég sé það núna.“

Svavar vinur minn er vissulega mjög glæsilegur maður en hann er ekki nema 29 árum eldri en ég,“ segir Óðinn Svan í færslunni – og bætti við broskarli!

Meðfylgjandi myndir af þeim Svavari birti Óðinn Svan á Facebook í morgun.

Stari

Sigurður Arnarson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 06:00

Klukkustrengir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 11:30

Siggi póstur

Jóhann Árelíuz skrifar
06. júlí 2025 | kl. 06:00

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00