Fara í efni
Pistlar

Samfélagsgæska (Social kindness)

Fræðsla til forvarna - XIII

Við höfum lært af þróunarkenningu Darwins að sá hæfasti sé líklegastur til að lifa af (survival of the fittest) og stundum er gefið í skyn að val náttúrunnar eða genaflutningur milli kynslóðanna greiði götu þeirra sterkustu eða frekustu. Margir fræðimenn eru löngu farnir að efast um þetta, ekki síst vegna rannsókna á manngildum (virtues) og þroska heilans (neuronal plasticity). Síðari tíma vísindarannsóknir á hegðunarmunstrum sýna líka að það er öflugri sjálfstýring á hegðun og jafnvel hugsun en við héldum og vaxandi þekking er á því hvernig samspil hormóna og taugakerfis miðlar þessu. Með öðrum orðum þá erum við með eins konar vefræn öpp í miðtaugakerfinu, sem við fæðumst með og sem þroskast og móta síðan og jafnvel stýra hegðun og samskiptum. Samkvæmt erfðarannsóknum geta mikilvægustu „öppin“ jafnvel erfst (epigenetics) og margir kannast við hvernig barnið getur líkst ömmu í töktum þó telpan hafi ekki verið samtíða henni. Öll þessi öpp virðast hafa lík áhrif og sameiginleg markmið, nefnilega að tengja okkur betur saman, auka samhug, samhjálp og samvinnu. Því virðist sem þeir eiginleikar sem geri okkur hæfust til að lifa af og styrki mest og best framgang tegundar okkar (homo sapiens) séu ekki harka og yfirgangur heldur gæska og samkennd.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir og ráðgjafi í sálfélagslegri vinnuvernd.

Þúsund ær á fæti

Jóhann Árelíuz skrifar
21. desember 2025 | kl. 06:00

Gamla-Gróðrarstöðin og garðyrkjuskólinn sem aldrei varð

Sigurður Arnarson skrifar
17. desember 2025 | kl. 10:00

Þakklæti

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 06:00

Þegar mamma eyðilagði jólin

Þráinn Lárusson skrifar
14. desember 2025 | kl. 17:00

Orustan um Waterloo

Jóhann Árelíuz skrifar
14. desember 2025 | kl. 06:00

Gefjun skóp ekki annan Játvarð Loðvík

Orri Páll Ormarsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 12:00