Fara í efni
Pistlar

Þannig týnist tíminn

Veislur og mannfagnaðir marka oft tímamót, t.d. afmæli, ferming, útskrift úr skóla eða starfslok. En stundum getum við misst af eða tökum ekki eftir viðburðum sem marka þó mikilvæg tímamót í lífi okkar.

Það er virkilega mikilvægt að við veitum því athygli sem er í gangi með okkur. Hvernig tíminn líður. Hvaða áföngum við náum og hverju er lokið. Það knýr tímalínuna áfram og veitir meðvitund og tilfinningu fyrir tímanum og sterkari upplifun og ýtir undir þroska. Tíminn sem okkur er gefinn er hluti af meðvitund okkar, er lífið sjálft.

Að láta ekki tímann líða hjá án meðvitundar hjálpar til við verkefnastjórnun og verkefnalok og hefur áhrif á stefnubreytingu, nýjar hugmyndir og hvernig við leysum vandamál.

Þetta snýst ekki aðeins um að taka eftir áberandi viðburðum eins og sýningu listamálarans eða tónleikum tenorsins heldur einnig að sjá hversdagslegri tímamót eins og þegar lokið er við ljóðið eða lopapeysuna og smákökubakstur.

Sum tímamót marka breytingu til betra lífs, t.d. þegar snúið er aftur til vinnu eftir veikindi eða haldið upp á afmæli edrúmennsku.

Það er okkur hollt að hugleiða lífsins skeið. Það sem lífið býður okkur upp á og hvernig við upplifum það, hvernig tíminn líður og öll hin fjölmörgu tímamót, stór og hátíðleg jafnt sem smá eða hversdagsleg. Kaflaskipti ævinnar: Bernskuna, námsárin, fullorðinsárin og svo að lokum elliárin. Margir hugleiða einnig hlutverkin: Barnið, fyrsta ástin, makinn og foreldrið, starfsframinn og hinn aldni.

Speki núvitundar, hugleiðslu og trúar efla og hvetja til umhugsunar og aukinnar meðvitundar um tímamót og rauntengja okkur betur til að nýta þau til eflingar, endurnýjunar og nauðsynlegrar hvíldar.

Eins og Jónas Hallgrímsson spyr í kvæði sínu Ísland: Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Aðventukvíði í rafmagnaðri jólapeysu

Rakel Hinriksdóttir skrifar
07. desember 2025 | kl. 14:00

Segularmböndin

Jóhann Árelíuz skrifar
07. desember 2025 | kl. 06:00

Helstu elritegundir

Sigurður Arnarson skrifar
03. desember 2025 | kl. 09:30

Veldu þinn takt á aðventunni

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
02. desember 2025 | kl. 06:00

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00