Fara í efni
Pistlar

Lundinn kominn heim til Grímseyjar!

Lundi í Grímsey. Ljósmynd: Kristófer Knútsen / Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Ein stærsta lundabyggð Íslands er í Grímsey og nú er þessi fallegi fugl farinn að sækja heim að varpslóðum við heimskautsbaug, eftir vetrardvöl á hafi úti.

„Annar svartfugl kom þegar í mars til að tryggja sér hreiðurstæði og lundinn mætti um helgina,“ segir á vef Akureyrarbæjar í dag. Þar er haft eftir Svafari Gylfasyni, íbúa í Grímsey, sem er við grásleppuveiðar þessa dagana, að mikill fjöldi fugla sé mættur og björgin og bjargbrúnirnar séu þakin af fugli. Fuglinn virðist vel á sig kominn enda hafi verið mikið um loðnu við eyjuna og því nægt æti fyrir fuglinn.

Veðrið í Grímsey hefur verið frekar rysjótt og varla snjór að ráði. Yfirleitt er frostlítið í eynni; sjaldnast fer frostið niður fyrir þrjú stig en undanfarnar vikur hefur þó verið óvenju kalt með með allt að 10 gráðu frosti. Í dag er hins vegar blíðviðri við heimskautsbauginn, sól og stilla, og frostbarin björgin iða af lífi, segir á vef bæjarins.

Stari

Sigurður Arnarson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 06:00

Klukkustrengir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 11:30

Siggi póstur

Jóhann Árelíuz skrifar
06. júlí 2025 | kl. 06:00

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00