Fara í efni
Pistlar

Lundinn kominn heim til Grímseyjar!

Lundi í Grímsey. Ljósmynd: Kristófer Knútsen / Mynd af vef Akureyrarbæjar.
Lundi í Grímsey. Ljósmynd: Kristófer Knútsen / Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Ein stærsta lundabyggð Íslands er í Grímsey og nú er þessi fallegi fugl farinn að sækja heim að varpslóðum við heimskautsbaug, eftir vetrardvöl á hafi úti.

„Annar svartfugl kom þegar í mars til að tryggja sér hreiðurstæði og lundinn mætti um helgina,“ segir á vef Akureyrarbæjar í dag. Þar er haft eftir Svafari Gylfasyni, íbúa í Grímsey, sem er við grásleppuveiðar þessa dagana, að mikill fjöldi fugla sé mættur og björgin og bjargbrúnirnar séu þakin af fugli. Fuglinn virðist vel á sig kominn enda hafi verið mikið um loðnu við eyjuna og því nægt æti fyrir fuglinn.

Veðrið í Grímsey hefur verið frekar rysjótt og varla snjór að ráði. Yfirleitt er frostlítið í eynni; sjaldnast fer frostið niður fyrir þrjú stig en undanfarnar vikur hefur þó verið óvenju kalt með með allt að 10 gráðu frosti. Í dag er hins vegar blíðviðri við heimskautsbauginn, sól og stilla, og frostbarin björgin iða af lífi, segir á vef bæjarins.

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00