Fara í efni
Pistlar

Kaffiveitingar í dag, kosningavökur í kvöld

Alþingishúsið við Austurvöll. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.

Flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verða með heitt á könnunni að vanda á hátíðisdegi sem þessum, og án efa eitthvert gott bakkelsi að auki. Í kvöld verða svo kosningavökur hér og þar um bæinn. Þetta eru þær samkomur sem Akureyri.net er kunnugt um:

Flokkur fólksins – Kosningakaffi klukkan 15.00 til 18.00 á Hótel KEA og kosningavaka á sama stað um kvöldið.

Framsóknarflokkurinn – Kosningakaffi verður í Lionssalnum, Skipagötu 14, frá klukkan 14.00 til 17.00. Kosningavaka verður svo á kosningaskrifstofunni, gamla Pósthúsbarnum, frá klukkan 22.00.

Miðflokkurinn – Kosningaskrifstofa flokksins er á 2. hæð Glerárgötu 20, þar sem verða kaffiveitingar á milli klukkan 13.00 og 16.00. Um kvöldið verður kosningavaka á sama stað, hún hefst klukkan 20.30.

Píratar – Skrifstofan á Ráðhústorgi er opin frá klukkan 10.00. Kosningavaka Pírata verður á Ketilkaffi í Listasafninu frá klukkan 20.00 til 01.00. Tónlist og veitingar, ljóðalestur, DJ Vélarnar spila – og „óvæntar uppákomur“ eins og Píratar orða það.

Samfylkingin – Kosningakaffi frá klukkan 14.00 til 17.00 í Hafnarstræti 22, þar sem Örkin hans Nóa var til húsa. Kosningavaka verður svo í húsnæði Samfylkingarinnar í Sunnuhlíð frá klukkan 20.00.

Sjálfstæðisflokkurinn – Kosningaskrifstofan er á jarðhæðinni í Glerárgötu 28, þar sem verða kaffiveitingar frá klukkan 14.00. Kosningavaka verður á sama stað frá klukkan 20.00.

Sósíalistaflokkur Íslands – Kosningakaffi verður á veitingastaðnum Shanghai við Strandgötu. Þar verður opnað klukkan 12. Kosningavaka verður í beinu framhaldi á sama stað og mun standa til klukkan 2 eftir miðnætti skv. tilkynningu.

VG – Kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Brekkugötu 7 verður opin frá klukkan 10.00 til 17.00, þar sem veitingar verða í boði. Kosningavaka hefst á sama stað klukkan 20.00.

Viðreisn – Kosningakaffi frá klukkan 15.00 til 17.00 á skrifstofunni við Gránufélagsgötu - í Sjallahúsinu. Kosningavaka á sama stað í kvöld.

Skógarjaðrar

Sigurður Arnarson skrifar
27. mars 2024 | kl. 10:30

Svona bara af því bara

Sigurður Ingólfsson skrifar
27. mars 2024 | kl. 10:02

Fannfergi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. mars 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Spítalavegur 15

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. mars 2024 | kl. 19:00

Gleðispillirinn og neyslunöldrarinn kveður sér hljóðs

Rakel Hinriksdóttir skrifar
23. mars 2024 | kl. 06:00

Eins gott að þú baðst ekki um bjúgu!

Orri Páll Ormarsson skrifar
22. mars 2024 | kl. 10:30