Fara í efni
Pistlar

Haraldur Ingi efstur á lista Sósíalista í NA

Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, verður í efsta sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands við Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi. Listinn var birtur á vef flokksins í morgun.

„Það er kominn tími á róttæka vinstristefnu sem hefur skýra framtíðarsýn og hafnar stöðugum málamiðlunum til hægri. Málamiðlanirnar hafa engu skilað nema afturför, síauknum ójöfnuði og auðsöfnun lítils hluta þjóðarinnar. Skattahækkanir á bótaþega og almennt launafólk, sligandi húsnæðis- og leigumarkaður og níðþungur fjármagnskostnaður og fjármálakerfi leggja þungar byrðar á þjóðina en soga hins vegar gríðarlegan arð til fjármagnseigenda og stórfyrirtækja,“ segir Haraldur Ingi í tilkynningu á vef flokksins.

Listi Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi:

1. Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri

2. Margrét Pétursdóttir, verkakona

3. Guðrún Þórsdóttir, menningarstjóri og ráðgjafi

4. Þorsteinn Bergsson, bóndi

5. Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuslistakona og sagnfræðingur

6. Auður Traustadóttir, sjúkraliði

7. Rúnar Freyr Júlíusson, námsmaður

8. Karolina Sigurðardóttir, verkakona

9. Bergrún Andradóttir, námsmaður

10. Brynja Siguróladóttir, öryrki

11. Stefán L. Rögnvaldsson, bóndi og raunsæisskáld

12. Kolbeinn Agnarsson, sjómaður

13. Halldóra Hafdísardóttir, myndlistarmaður

14. Arinbjörn Árnason, fv. bóndi og bifreiðarstjóri

15. Ari Sigurjónsson, sjómaður

16. Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur

17. Michal Polacek, lögfræðingur

18. Katrín María Ipaz, þjónn

19. Skúli Skúlason, leiðbeinandi

20. Jóhann Axelsson, prófesssor emeritus

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00