Fara í efni
Pistlar

Fiskedagurinn mikli haldinn hátíðlegur

Willard Fiske velgjörðarmaður Grímseyinga sem steig þó aldrei á land í eynni.

Árleg Fiskehátíð var haldin í Grímsey á laugardaginn eins og siður er 11. nóvember, til þess að minnast afmælis Daniels Willard Fiske (1831-1904), velgjörðarmanns samfélagsins þar en steig þó aldrei fæti á land í Grímsey. 

Boðið var upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð í félagsheimilinu Múla og síðan slegið upp balli, að því fram kemur á vefsvæði Grímseyjar. Alls dvelja tæplega 30 manns út í eyju um þessar mundir og fögnuðu deginum saman.

Daniel Willard Fiske var bandarískur prófessor við Cornell háskóla í New York ríki. Fiske lærði íslensku þegar hann stundaði nám í Danmörku 1849 og safnaði öllu íslensku efni sem til var á prenti auk ljósmynda af Íslandi. Stórt safn íslenskra bóka og ljósmynda er nú varðveitt í Cornell.

Fiske minnismerkið í Grímsey. Mynd: María H. Tryggvadóttir

Fiske sigldi hringinn í kringum landið 1879, sá þá Grímsey tilsýndar og heillaðist af dugnaði og menningaráhuga íbúanna. Grímseyingar voru góðir skákmenn og þar sem Fiske var mikill áhugamaður um skák komst hann í bréfasamband við tvo menn í Grímsey. Þar með hófst vináttusamband hans við eyjarskeggja sem varði meðan hann lifði.

Árið 1901 færði Fiske Grímseyingum stórt bókasafn sem hann nefndi Eyjarbókasafnið. Það er nú varðveitt í bókasafni skólans í upprunalegum bókaskápum.

Í erfðaskrá sinni ánafnaði hann Grímseyingum veglegan peningasjóð, Grímseyjarsjóð Willard Fiske, til að endurbæta húsakostinn og bæta mannlíf í eyjunni og í þakklætisskyni voru nokkrir drengir í Grímsey skírðir eftir honum. Í eyjunni er minnismerki um Fiske er eftir Gunnar Árnason myndhöggvara og var gefið af Kiwanisklúbbnum Grími. Það var afhjúpað þann 11. nóvember 1998.

Örlítið brot frá unglingsárum

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
09. maí 2025 | kl. 06:00

Barkarbjöllur – ógn við íslenska skóga

Sigurður Arnarson skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:45

Serie A

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 11:30

Uppá eldhússkápnum

Jóhann Árelíuz skrifar
04. maí 2025 | kl. 10:00

Heilbrigt vantraust

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. maí 2025 | kl. 06:00

Njósnir í skólastofunni

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
03. maí 2025 | kl. 07:45