Fara í efni
Pistlar

Djúpstæð augu sviðakjammanna

EYRARPÚKINN - 65

Karl faðir skóf sviðin að beini en ég heyktist á að éta eyrun loðnu og augun en spændi í mig hnakkaspik, tungu og skinnið, heitt sem kalt.
 
Ég skar þykkustu fituna af kjötmetinu og klígjaði við henni kaldri en hélt upp á legginn þar sem kjötið er mýkst.
 
Pabbi taldi mig vart á vetur setjandi og spændi í sig fituna kalda.
 
Átti hver fjölskyldulimur sér fastan fisk- og kjötbita sem og hnífapör og sæti við eldhúsborðið.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

    • Á sunnudögum síðustu misseri hefur akureyri.net birt kafla úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003. Djúpstæð augu sviðakjammanna. er kafli úr bókinni Sveskjur í sólarlaginu, síðari bók Jóhanns um Eyrarpúkann en þar segir einkum frá dvöl drengsins á æskuslóðum föður hans í Vopnafirði. Bókin kom út 2010.

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Krúttlegasti knattspyrnuvöllur í heimi

Orri Páll Ormarsson skrifar
14. nóvember 2025 | kl. 11:30

Ástand lands og landlæsi. Seinni hluti: Afneitun

Sigurður Arnarson skrifar
12. nóvember 2025 | kl. 09:30

„Brave“

Michael Jón Clarke skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 17:00

Hús dagsins: Aðalstræti 40 (Bibliotekið)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 06:00

Rauði Skódinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. nóvember 2025 | kl. 06:00