Fara í efni
Pistlar

Að kjósa með tilfinningu

Margir kannast við þetta að fá hugboð um hvað sé best að velja, rétt eins og maður búi skyndilega yfir einhverjum djúpstæðum innri skilningi um hvað sé réttast.

Eða að maður fær óþægilega tilfinningu, kvíða eða ótta og grunsemdir um að eitthvað slæmt fylgi þessari manneskju.

Og svo fyllist maður ró og vellíðan við nærveru hennar eða hans, jafnvel þó þið séuð að hittast í fyrsta sinn.

Líkamleg viðbrögð geta líka verið sterk. Maður fær hnút í magann. Eða eins og sagt er á ensku Gut feeling. Hann spenntist upp þegar hann sér hana. Hún fær gæsahúð þegar hann birtist.

En hvaðan kemur þessi innri rödd? Og getum við treyst henni? Er þetta sjötta skilningarvitið? Já í heila okkar leynist flókinn hugbúnaður sem er samsettur úr sérhæfðum spegiltaugafrumum og tauganetum sem tengja saman heilastöðvar og mynda líka tengingar við maga og þarma og líkamann allan. Þessi flókni lífræni hugbúnaður vinnur stöðugt að því að undirbúa okkur fyrir að hitta ókunnuga, meta þá og undirbúa viðbrögð okkar sem best. Og þessu mati er komið á framfæri við undirvitund okkar eða meðvitund með tilfinningum. Og kerfið vinnur eins og gervigreind því það lærir af fyrri reynslu.

Talið er að þetta kerfi sé góð viðbót við mat sem byggir á rökum, skynsemi og upplýsingum frá öðrum (lesist áróður og skoðanakannanir) og megi bara treysta nokkuð vel þegar við stöndum frammi fyrir flóknu vali, eins og t.d. þegar við veljum maka eða forseta.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Legið í gottinu

Jóhann Árelíuz skrifar
31. ágúst 2025 | kl. 06:00

Björgum heilsunni hið snarasta

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
30. ágúst 2025 | kl. 06:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00

Númer

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 11:30

Sól um hádegisbil

Jóhann Árelíuz skrifar
24. ágúst 2025 | kl. 06:00

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45