Fara í efni
Pistlar

Wings, Vallass og vínarbrauð

EYRARPÚKINN - 30

Það tók mig langan tíma að læra að reykja þó ég byrjaði snemma og á ég ljúfsárar minningar um ógleði og uppköst tengdar reykingum í laumi.

Við Simmi reyndum fyrir okkur með tóbak í gróðurhúsinu og niðrí hjöllum og var ég ekki gamall þegar þeir Geibbi létu mig skrifa einn pakka af Wings aukreitis hjá Soffíu í Ægisgötunni.

Og Vallass og vínarbrauð var til bragðbætis.

Sátum við í skjóli við rammgert virkið sem lið Palla og Potta hafði rekið saman úr staurum og flekum, mauluðum vínarbrauð og drukkum Vallass með.

Verra var að reykja helvítis Wingsinn!

Ég var bara sjö ára gamall og reyndi að bera mig vel með stóru strákunum og lét mig hafa það að soga í mig einar tvær.

Hvað ungur nemur gamall temur og voru þeir óþreytandi að fá mig til að taka niðrí mig vinirnir en mér þótti nóg um að púa.

Og tókst mér hvorki að halda niðri vínarbrauðum né Vallassi eftir Wingsreykingarnar í hjöllunum.

Ég ældi og var óhuggandi.

Helvítis skræfa ertu Jói! sagði Simmi bróðir. Ertu algjör aumingi? Haltu reyknum niðri maður!

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Wings, Vallass og vínarbrauð er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2025 | kl. 06:00