Fara í efni
Pistlar

Jólin í eldgamla daga – Helga Þórunn

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAHelga Þórunn Gísladóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar

Ég spurði móður mína, sem var fædd 1974, hvernig jólin höfðu verið hjá henni þegar hún var barn. Hún sagði mér frá því en hún sagði mér líka frá því hvernig það hafði verið hjá afa mínum, sem er fæddur 1956, og langa afa mínum, sem var fæddur 1922, þar sem hún hafi líka skrifað svipaða ritgerð þegar hún var í skóla. Ég spurði hvernig jólatréð hafi verið hjá henni þegar hún hafi verið barn en það var bara mjög svipað og hjá okkur þar sem það var bara gervitré, hjá afa mínum var það nokkuð svipað nema það voru frekar spýtur með gervi greni vafið utan um.

Hjá langafa mínum var þetta allt öðruvísi, tréð hjá honum hafi bara alls ekkert verið tré, hann hafi verið hrífuskaft sem var skreytt með músastiga. Ég spurði líka hvernig jólamatur hafi verið og hún sagði mér frá því að hjá henni hafi alltaf verið hamborgarhryggur og hún hefur haldið þeirri hefð þar sem það er líka alltaf hamborgarhryggur hjá okkur. Afi minn hafði alltaf verið með lambalæri eða lambahrygg sem er enn þá borðað mikið á jólunum í dag en langafi minn var með steikt kjöt í krukku þar sem það hafði ekki verið til ísskápur þegar hann var barn og það voru fundnar endalausar leiðir til að halda matnum góðum.

Jólahefðir sem þau voru öll með þegar þau voru börn var að keyra út jólakortin með foreldrum sínum en sú hefð hætti stutt eftir að ég fæddist þar sem fólk hætti að senda jólakort. Þegar móðir mín var barn þá hittust allir afkomendur langafa og langömmu á jólunum, við höfum öll haldið áfram að hittast á milli jóla og nýárs í jólaboðum þar sem það var ennþá haldið áfram með það þótt þau séu látin. Mesti munurinn á jólunum er örugglega hjá langafa og afa þar sem jólin þróuðust mikið á þeim tíma. Jólin hjá móður minni og ömmu og afa voru ekkert ósvipuð þar sem þau voru bara 16 og 18 ára þegar þau áttu hana.