Fara í efni
Pistlar

Jólahefðirnar mínar – Þórdís Sunna

JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Þórdís Sunna Sævarsdóttir,
9. bekk Lundarskóla skrifar

Fjölskyldan mín er með mjög margar jólahefðir. Þær byrja seinustu helgina í nóvember með laufabrauðsgerð. Svo í desember er bara þetta venjulega: opna dagatal, horfa á dagatal og allt það. Þegar við erum svo komin í jólafrí setjum við upp jólatré og horfum á jólamyndir í þessari röð: Home Alone, Home Alone 2, The Grinch og svo á Þorláksmessu eftir skötumatarboð og pizzahitting, horfum við systkinin á Elf á meðan mamma og pabbi steikja rauðkálið.

Á Aðfangadagsmorgun förum við í möndlugraut hjá ömmu og afa og svo þaðan í kaffi hjá hinni ömmu minni. Svo hitti ég aftur hina fjölskylduna mína í kirkjugarðinum. Þegar við erum svo komin heim fer mamma að elda á meðan við græjum okkur. Svo borðum við hamborgarhrygg. Þegar það kemur að því að opna pakkana borðum við heimagerðan jólaís og höfum það kósý. Jóladagur er rólegur en við borðum oftast hangikjöt. Annan í jólum borðum við kalkún með allri mömmu fjölskyldu. Seinasta hefðin eru áramótin. Það er bara þetta venjulega: öll fjölskyldan, risastór kalkúnn, áramótaskaupið og vaka lengi með flugelda.

Nú árið er liðið …

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
31. desember 2025 | kl. 06:30

Skógarpöddur

Sigurður Arnarson skrifar
31. desember 2025 | kl. 06:15

Jólin í eldgamla daga – Svanhildur Anna

31. desember 2025 | kl. 06:00

Jólahefðirnar mínar – Sigrún Dania

31. desember 2025 | kl. 06:00

Jólin í eldgamla daga – Karen Lilja

31. desember 2025 | kl. 06:00