Jólin í eldgamla daga – Svanhildur Anna
JÓLIN Í ELDGAMLA DAGASvanhildur Anna Kristinsdóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar
Á Þorláksmessu fór mamma og fjölskyldan hennar til ömmu hennar og afa í skötuveislu. Mömmu fannst það ekkert mjög gaman því að hún borðar ekki skötu og það var ekkert annað í boði en skata. Bæði hjá mömmu minni og pabba var sett upp jólatréð á Þorláksmessu. Á aðfangadag var alltaf mjólkurgrautur í hádeginu samt ekki möndlu hjá pabba. Hjá mömmu var hamborgarhryggur í matinn en hjá pabba var alltaf rjúpur. Á jóladag fór pabbi alltaf í messu og svo var hangikjöt í matinn. Mamma fór í jólaboð hjá ömmu sinni í hádeginu þar sem var hangikjöt í matinn. Á annan í jólum var alltaf kaffiboð í sveitinni hjá pabba. Þegar ég var lítil þá settu mamma og pabbi alltaf tréð upp á Þorláksmessu eins og var gert heima hjá þeim.
Eftir að við fluttum til Akureyrar þá förum við oftast til Reykjavíkur á milli jól og nýárs og þess vegna fórum við að setja jólatréð upp fyrr. Á aðfangadag er tvenns konar matur á mínu heimili, rjúpa fyrir pabba og kalkúnn fyrir rest. Við borðum hangikjöt á jóladag. Hefð sem við bjuggum sjálf til er að við byrjuðum að hafa jólagraut í hádeginu á aðfangadag. Við erum ekki með möndlu í grautnum heldur setjum við límmiða undir eina skál af þvi að mamma er með ofnæmi fyrir möndlum. Svo ruglum við skálunum. Sá sem fær límmiðann fær vinning sem er oftast konfekt eða spil.

Skógarpöddur
Jólahefðirnar mínar – Sigrún Dania
Jólahefðirnar mínar – Ýma Rúnarsdóttir
Jólahefðirnar mínar – Þórdís Sunna